Verðsamanburður á milli Bónus og Krónunar á 27 vörutegundum leiddi í ljós að Bónus var með lægra verð í öllum tilfellum. Þó var ekki um umtalsverðan mun að ræða í 12 af 27 tilfellum eða undir einu prósenti. Munurinn lá á milli 0,1 til 33,4 prósent og átta vörur voru með 10 prósent eða hærri mun.
Verðsamanburður
Mannlíf skoðaði verðmun á 13 íslenskum og 14 erlendum vörutegundum hjá Bónus og Krónunni. Vörur voru valdar af handahófi. Verð voru fengin í verslunum Bónus og Krónunnar.
Niðurstöður
Bónus var alltaf með lægra verðið eða í 27 tilfellum af 27. Munurinn var þó ekki mikill í 12 tilfellum af 27, undir einu prósent. Verðmunurinn lá á milli 0,1 til 33,4 prósent. Átta vörutegundir voru með tíu prósent eða meiri mun, 9,8 til 33,4 prósent.
Mesti munurinn
Mestu munaði á erlendum vörum, Pagen kanilsnúðum eða 33,4 prósent og ferskum ananas 24,2 prósent. Íslenskar vörur sem munaði talsvert á verði voru íslenskt smjör 9,8 prósent, HP flatkökur 10,7 prósent, Ísey skyr 7,7 prósent og Kea skyr 7,1 prósent.
Hér að neðan má sjá upplýsingar um öll verð og muninn á þeim.
Vörur | Bónus | Krónan | Munur |
Íslenskt smjör | 543 | 596 | 9.8% |
Pepsi max 0,5L | 149 | 150 | 0.7% |
Finish töflur 112 stk | 2059 | 2060 | 0.0% |
Te og kaffi baunir, french Roast | 959 | 962 | 0,3% |
MS Hleðsla 3pk | 569 | 572 | 0.5% |
HP flatkökur | 149 | 165 | 10.7% |
Extra tyggjópoki | 219 | 229 | 4.6% |
Innocent 300ml | 359 | 360 | 0.3% |
MS Matreiðslurjómi | 395 | 396 | 0.3% |
Vínber græn kr/kg | 879 | 885 | 0.7% |
Kíwí kr/kg | 595 | 596 | 0.2% |
Vatnsmelóna kr/kg | 295 | 296 | 0.3% |
Ananas stk | 298 | 370 | 24.2% |
Pagen snúðar | 299 | 399 | 33.4% |
Þ.B forsoðnar kartöflur 1kg | 509 | 510 | 0.2% |
Ísey skyr 170gr | 195 | 210 | 7.7% |
Kea skyr jarðab 200g | 226 | 242 | 7.1% |
Ms laktósafrí mjólk 1L | 237 | 247 | 4.2% |
SFG agúrka | 187 | 189 | 1.1% |
Epli græn kr/kg | 295 | 299 | 1.4% |
Knorr sveppakraftur | 189 | 192 | 1.6% |
OS Höfðingi 150gr | 519 | 572 | 10.2% |
Knorr nautakraftur | 209 | 216 | 3.3% |
Ísey skyr skvísa | 179 | 191 | 6.7% |
Ora maís 432gr | 227 | 228 | 0.4% |
SFG sveppir 250gr | 339 | 346 | 2.1% |
Pepsi max 4x2L | 759 | 760 | 0.1% |