Formaður farsóttarnefndar Landspítalans, Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans, telur að öllum hljóti að vera deginum ljósara að Covid er í mikilli útbreiðslu hér á landi eins og víðsvegar um heim.
Hann segist telja líklegt sé að ástandið núna muni líklega vara næstu mánuði og jafnvel fram á næsta ár og mögulega lengur, ef allt fer á versta veg.
Eftir allar afléttingar vegna Covid hafa Íslendingar verið duglegir að skemmta sér og fara í ferðalög. Þá hefur mikill fjöldi ferðamanna streymst í stríðum straumum til Íslands og telur Már að aukin útbreiðsla veirunnar augljóslega vera af þessum áðurnefndu ástæðum, og það er tekið mark á orðum Más í læknastéttinni og í pólitíkinni.
Einnig hefur verið rætt um það í ljósi þess hve smitum fjölgar hratt á Íslandi að óskynsamlegt sé að leyfa fjölmennar útihátíðir eins og þjóðhátíð í Eyjum um verslunarmannahelgina. Það finnst Má í það minnsta og hefur sagt að ekki sé skynsamlegt fyrir íslenskt samfélag að halda útihátíðir við þessar aðstæður; hann óttast mjög að faraldurinn sé í miklum vexti.