Föstudagur 17. janúar, 2025
1.2 C
Reykjavik

Verður þráhyggja á háu stigi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Salka Sól Eyfeld segir reynsluna af því að takast á við ófrjósemina og síðan upplifa það að verða ólétt að mörgu leyti hafa breytt sýn hennar á lífið.

 

„Auðvitað breytir þetta manni,“ segir hún hálfhneyksluð á svona fáránlegri spurningu. „En ófrjósemin er bara eitt af þeim áföllum sem maður tekst á við í lífinu. Það er hins vegar áfall sem ég bjóst aldrei við að þurfa að takast á við og ég hafði aldrei heyrt um. Maður heyrir af því þegar einhver í fjölskyldunni veikist en það er ekki mikið talað um það að geta ekki eignast börn. Það eru hins vegar ótrúlega margir sem ganga í gegnum þetta og mér finnst alveg kominn tími til að við förum að tala um það. Þetta hefur svo djúpstæð áhrif á mann.

„Það var til dæmis ótrúlega erfitt að samgleðjast vinum sínum sem urðu óléttir.“

Maður sér börn út um allt og finnst allir vera að óléttir eða nýbúnir að eignast barn. Svo verður maður pínu reiður við fólk sem hefur eignast börn utan sambands án þess að vera neitt að reyna það, maður hugsar ekki voðalega rökrétt. Það var til dæmis ótrúlega erfitt að samgleðjast vinum sínum sem urðu óléttir. Maður gerði það auðvitað en samt var maður pirraður út í þau og píndist yfir þessu. En það hafði líka þær jákvæðu afleiðingar, eins og ég sagði áðan, að ýta okkur af stað í tæknifrjóvgunina. Þetta verður nefnilega þráhyggja á háu stigi og yfirtekur allt líf manns meira og minna,“ segir Salka Sól í einlægu viðtali sem birtist í Mannlífi sem kom út á föstudaginn.

Viðtalið má lesa í heild sinni hérna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -