Sunnudagur 22. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Verið að rannsaka Samherja í þremur löndum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Frá því að ljósi var varpað á athæfi Samherja í Namibíu í umfjöllun Stundarinnar og Kveiks hefur ansi margt gerst. Greint hefur verið frá því að spillingarlögreglan í Namibíu, og eftir atvikum önnur þarlend yfirvöld, hafi haft fyrirtækið og helstu stjórnendur þess til rannsóknar um nokkurt skeið. Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi verkefnastjóri Samherja í Namibíu, hefur stöðu uppljóstrara þar samkvæmt lögum og hefur aðstoðað við rannsóknina.

Á Íslandi rannsaka bæði héraðssaksóknari og embætti skattrannsóknarstjóra málið. Umfjöllun Stundarinnar leiddi í ljós að hluti þeirra peninga sem Samherji færði inn á reikninga í DNB í Noregi, sem voru meðal annars notaðir til að greiða sjómönnum í Afríku laun, væru frá félagi skráðu í skattaskjólinu Marshall-eyjum. DNB lokaði á reikninganna í fyrra vegna þess að hann taldi óvissu um hver væri raunverulegur eigandi félaganna sem nýttu þá og að verið væri að nota þá til að stunda peningaþvætti. Norska efnahagsbrotalögreglan Økokrim er að skoða þennan anga málsins og stjórn DNB hefur farið fram á að fá allar upplýsingar um málið og verða þær lagðar fyrir stjórnarfund hans í dag, 15. nóvember.

Þá hefur Samherji sjálfur látið erlenda lögmannsstofu rannsaka málið, en fyrirtækið hefur í yfirlýsingum sem það hefur sent frá sér sagt að Jóhannes hafi einn framið lögbrotin sem hann lýsti. „Þetta eru ekki vinnubrögð sem við könnumst við,“ sagði í einni þeirra.

Umfjöllun Kveiks og Stundarinnar sýndi þó, með vísun í gögn, að Samherji greiddi 260 milljónir króna inn á reikninga þeirra manna sem þáðu mútugreiðslur eftir að Jóhannes lét af störfum árið 2016. Auk þess var Jóhannes einungis með takmarkaða prókúru og gögn málsins, sem Wikileaks hefur gert opinber á Netinu, sýna að hinar ætluðu mútugreiðslur voru ekki greiddar af Jóhannesi.

Rannsókn lögmannsstofunnar fyrir Samherja á Samherja heyrir beint undir stjórn Samherja. Í henni sitja fulltrúar eigenda Samherja: Þorsteins Más, Kristjáns og Helgu.

Sjá einnig: Samherji opinberaður

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -