Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, þykir að mörgu leyti eldklár þar sem kemur að áróðri til að halda uppi stemmningu í félagi sínu. Eftir gríðarleg átök í Eflingu og Alþýðusambandi Íslands virðist ástandið vera að róaast. En þar er ekki allt sem sýnist. Stórir hópar innan Eflingar erui óánægðir með stöðu sína og vilja uppgjör. Hafnarverkamenn riðu á vaðið og lýstu opinberlega því markmiði að kljúfa sig frá félaginu og stofna eigin samtök. Eftir því er tekið að Sólveig Anna, sem er gjarnan orðhákur hinn mesti, hefur fátt sagt um þetta mál.
Sólveig á nú allt undir því að ná góðum árangrio í næstu kjarasamningum, eins og hún hefur lofað. Gangi það ekki eftir fjarar fljótt undan henni og Efling gæti splundrast í frumeindir sínar …