Nú verða lesnar/sagðar fréttir af lögreglu.
Lögreglustöð 1 – Austurbær- Miðbær-Vesturbær-Seljarnarnes:
Tilkynnt um eld í vinnuskúr í hverfi 101, töluvert eignartjón en ekki slys á fólki, eldsupptök ókunn.
Tilkynnt um þjófnað úr verslun í hverfi 103, afgreitt á vettvangi.
Lögreglustöð 2 – Hafnarfjörður- Garðabær- Álftanes:
Tilkynnt um líkamsárás í hverfi 220, minniháttar meiðsli, einn handtekinn sökum ástands og vistaður í fangageymslu.
Lögreglustöð 3 – Kópavogur- Breiðholt:
Ökumaður stöðvaður við akstur vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna í hverfi 200, laus að lokinni blóðsýnatöku.
Tilkynnt um innbrot og þjófnað í hverfi 109, verkfærum stolið, gerandi ókunnur.