Laugardagur 28. desember, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Verkfall hefst kl. 10-BÍ ósammála SA um útfærslu verkfalls

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Við leggjum alla áherslu á þetta fari vel fram og verði okkur öllum til sóma þegar upp er staðið.  Vinnudeilur geta verið erfiðar þess vegna vöndum við okkur.  Ég hef skrifað yfirmönnum á ritstjórnum í þrígang og lagt áherslu á þetta sjónarmið okkar og á ekki von á öðru en allt fari vel fram.  Verðið þið var við eitthvað sem þið teljið að sé vafasamt og geti verið verkfallsbrot skráið þið það hjá ykkur og tilkynnið félaginu og við förum yfir það að lokinni vinnustöðvun.“

 

Þetta segir í fjölpósti sem Hjálmar Jónsson formaður BÍ sendi starfsmönnum á fjölmiðlum sem fara í verkfall í dag.  Þar kemur jafnframt fram að formaður BÍ hefur í þrígang skrifað yfirmönnum á ritstjórnum bréf um þessi mál og kveðst hann því ekki eiga von á öðru en að hlutirnir gangi vel fyrir sig.

Í frétt á vef BÍ segir að íhádeginu í gær  hafði Blaðamannafélagið hins vegar fregnir af dreifibréfi frá SA um framkvæmd verkfalls, sem er hér meðfylgjandi.  Afstaðan sem þar kemur fram hefur hins vegar ekki borist BÍ með formlegum hætti, þrátt fyrir óskað hafi verið eftir afstöðu atvinnurekenda blaðamanna til framkvæmda verkfallsins, seinast snemma í morgun.  Blaðamannafélagið hefur heimildir fyrir því að þessari túlkun á framkvæmd verkfalls hafi að minnsta kosti verið dreift á RÚV og Morgunblaðinu.

Þar kemur m.a. fram sá skilningur að verkfallið nái ekki til starfa eða starfsgreina og er ekki annað að skilja en að utanfélagsfólk geti þá sinnt þeirri starfsemi sem verkfallið nær til. Og því jafnframt haldið fram að verktakar megi vinna og ganga í störf fstráðinna blaðamanna.

Hjálmar segir ótrúlegt að verða vitni að framgangi SA í þessu máli öllu, Barátta verkalýðshreyfingarinnar frá því á síðustu öld hafi löngum snúist um það að verkfallsrétturinn sé virtur.  Knúið hafi verið fram að þegar farið er í verkföll þá nái slík verkföll til þeirrar starfa sem undir starfsgreinina heyra. Utanfélagsfólk sé að sjálfsögðu bundið af verkföllum annars væru vinnustöðvun til lítils.

Félagið hefur þegar óskað eftir afstöðu lögmanns BÍ til lagatúlkunar SA.

- Auglýsing -

„Það er ekki mikil reisn yfir fólki sem svona hagar sér og reynir með öllum tiltækum ráðum að koma í veg fyrir að löglega boðuð vinnustöðvun nái fram að ganga og neitar jafnframt að semja við blaðamenn um það sama og samið hefur verið við aðrar starfsstéttir,“ sagði Hjálmar ennfremur.

Hann sagði BÍ að sjálfsögðu munu fara að lögum og vonast til að framkvæmdin myndi ganga vel, en túlkun SA væri vissulega ekki uppörvandi.

 

- Auglýsing -

Hér má sjá túlkun SA sem Morgunblaðið kveðst munu byggja á:

Verkfallsboðun fyrir 8., 15. og 22. nóvember n.k. tekur til ljósmyndara og tökumanna Árvakurs hf., Ríkisútvarpsins ohf., Sýnar hf. og Torgs ehf. og þeirra blaða- og fréttamanna sem starfa hjá netmiðlum þeirra.

SA árétta að það eru félagsmenn Blaðamannafélagsins á vefmiðlum sem leggja niður störf. Starfið sjálft fer ekki í verkfall og vefurinn lokast ekki. Verkfall nær hvorki til félagsmanna annarra stéttarfélaga eða ófélagsbundinna starfsmanna vefmiðlanna.

Verkfall nær ekki til starfa eða starfsgreina, einungis þeirra félagsmanna sem sinna tilteknum störfum og verkfallsboðun nær til.

Verkfall nær til félagsmanna þess stéttarfélags sem boðar verkfall, ekki annarra, sbr. m.a. dóma Félagsdóms í málum nr. 8/1944, 4/1987 og 11/1997.

Félagsmenn í öðrum stéttarfélögum eiga að sinna störfum sínum eins og áður.

Stjórnendum er heimilt að ganga í störf starfsmanna í verkfalli, sbr. m.a. dóma Hæstaréttar í málum nr. 151/1985, 287/1989 og 3/1992. Þeim sem hafa á hendi framkvæmdastjórn fyrirtækja er heimilt að ganga í störfin óháð félagsaðild enda falla þeir utan gildissviðs kjarasamninga og verkfallsboðun nær þ.a.l. ekki til þeirra. Stjórnendur einstakra þátta atvinnurekstrar er einnig heimilt að ganga í störfin standi þeir utan BÍ.

Ef stjórnandi fellur undir gildissvið kjarasamnings og er félagsbundinn í stéttarfélagi í verkfalli þá leggur hann niður störf eins og aðrir félagsmenn.

Útgefendur þurfa að meta hvernig þeir nýta starfskrafta félagsmanna BÍ sem sinna öðrum störfum auk vefmiðla. Ef starf við vefmiðla er að fullu aðskilið frá öðrum störfum leggja þeir niður störf tiltekinn hluta dagsins og falla þá af launaskrá. Ef starf á vefmiðli er samþætt öðrum störfum er umdeilanlegt hvort verkfallsboðun geti náð til þeirra. Útgefendur munu þó ekki að sinni að gera athugasemd við það að þeir blaðamenn leggi niður störf.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -