Öllum verkfallsaðgerðurm um 16 þúsund félagsmanna BSRB sem áttu að hefast á iðnætti hefur verið aflýst. Aðildarfélög BSRB hefur samið við viðsemjenda þeirra hjá ríki, Reykjavíkurborg og Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Hver kjarasamningurinn var undirritaður á fætur öðrum í nótt.
Samninganefnd BSRB gagnvart Sambandi íslenskra sveitararfélaga, fyrir hönd 14 aðildarfélaga BSRB, skrifaði rétt eftir miðnætti undir nýjan kjarasamning við samninganefnd Sambandsins með fyrirvara um samþykki félagsmanna. Samningurinn nær til 7000 félagsmanna sem starfa hjá sveitarfélögunum.
Samninganefndir Sameykis, stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu, og Reykjavíkurborgar undirrituðu nýjan kjarasamning um klukkan þrjú í nótt. Samningurinn nær til rúmlega 4000 félagsmanna sem starfa hjá borginni.
Sjúkraliðafélag Íslands undirritar kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga. Verkfalli sjúkraliða hjá Akureyrarbæ er aflýst.
Posted by BSRB on Sunnudagur, 8. mars 2020