Föstudagur 27. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Verkfallsboðun samþykkt hjá starfsfólki Íslandshótela: „Hefst vinnustöðvun að óbreyttu 7. febrúar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Starfsfólk Íslandshótela hefur samþykkt boðun um verkfallsaðgerðir, en rafræn atkvæðagreiðsla sem hófst um hádegið síðastliðinn þriðjudag var að ljúka nú fyrir örskammri stundu síðan.

Hafi samningar ekki náðst fyrir þá mun verkfall hefjast í næstu viku.

Í fréttatilkynningu sem Efling sendi frá sér rétt áðan kemur fram að nefndin fagni hugrekki verkafólks á Íslandshótelum; samþykki næstu lotu verkfallsboðana:

Sólveig Anna Jónsdóttir.

„Eflingarfélagar hjá Íslandshótelum hafa með afgerandi meirihluta samþykkt ótímabundna vinnustöðvun á öllum hótelum keðjunnar í Reykjavík. Var boðunin samþykkt með 124 atkvæðum gegn 58 mótatkvæðum og 7 sem óskuðu að taka ekki afstöðu.

Af þeim sem greiddu atkvæði voru því 65 prósent sem samþykktu boðunina. Samtals kusu 189 af þeim 287 sem voru á kjörskrá og var kjörsókn því 66 prósent prósent sem er mun meira en sést hefur í verkfallskosningum félagsins á síðustu árum.

Hefst vinnustöðvun að óbreyttu þriðjudaginn 7. febrúar.

- Auglýsing -

Stjórnendur Íslandshótela beittu starfsfólk miklum þrýstingi og ólögmætum hótunum um tekjumissi tækju þau afstöðu með verkfalli. Er það skýrt brot á ákvæðum laga um stéttarfélög og vinnudeilur. Var allt starfsfólk skikkað á sérstaka fundi þar sem stjórnendur ræddu um kjaradeilu Eflingar við SA á villandi og einhliða hátt, og komu hótunum sínum í þá veru óspart á framfæri.

Bárust félaginu margar kvartanir frá félagsfólki vegna þessa.

Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari.

Ríkissáttasemjari samþykkti sérstaka miðlunartillögu sem tímasett var til að koma í veg fyrir að félagsfólk Eflingar hjá Íslandshótelum fengi að nýta sér rétt sinn til verkfalls.

- Auglýsing -

Hann endurtók jafnframt hótanir atvinnurekenda um tekjumissi.

Guðmundur Ingi og Katrín Jakobsdóttir.

Tveir ráðherrar Vinstri grænna í ríkisstjórn, Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, vissu af miðlunartillögu ríkissáttasemjara áður en hún var kynnt samninganefnd Eflingar.

Ráðherrarnir stigu fram opinberlega til stuðnings við miðlunartillöguna þrátt fyrir háværa gagnrýni allra heildarsamtaka launafólks á hana.“

Kemur fram að verkfallsboðunin tekur til starfsstöðva Íslandshótela á félagssvæði Eflingar, en þar um að ræða félagsfólk sem sinnir þrifum á herbergjum sem og í sameiginlegum rýmum, við framreiðslu veitinga, störfum í eldhúsi, þvotti og fleira.

Hótel Íslandshótela á höfuðborgarsvæðinu eru nokkur; Hótel Saga í Lækjargötu, Grand Hótel við Kringlumýrarbrautina, Hótel Centrum, Fosshótel við Þórunnartún, einnig Fosshótel við Barónsstíg og við Lind við Rauðarárstíg; líka hótel Rauðará.

Ljóst er því að mikil harka er að færast í kjaradeilur Eflingar, sem virðist ekki ætla að gefa tommu eftir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -