Föstudagur 25. október, 2024
4.9 C
Reykjavik

Verkin í garðinum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eflaust eru margir garðeigendur búnir að taka til í beðunum, forsá sumarblómum og setja moltu í beðin. Þá er kominn tími til að huga að öðru. Hér er gátlisti fyrir samviskusama garðyrkjumenn.

Góður undirbúningur

Ef einhverjar stórar framkvæmdir eru fyrirhugaðar, eins og að byggja pall, helluleggja verönd, leggja gangstíga eða annað er um að gera að hafa teikningar eða skissur reiðubúnar. Ef leita þarf til landslagsarkitekta eða byggingafræðinga til að teikna og hanna fyrir sig er ágætt að panta slíkt sem fyrst.

Dyttað að og borið á

Tilvalið er að gera við skökk grindverk, brotnar spýtur, viðarverja hengipotta úr basti, hreinsa gömul ker og velja ný, bera á garðhúsgögnin og síðast en ekki síst bera á pallinn. Góð regla að fara líka vel yfir garðverkfærin, hreinsa þau vel, athuga hvort eitthvað sé bilað og hvort eitthvað vanti. Það er gott að fara inn í sumarið með allt í röð og reglu þá er ekki hætta á að biluð verkfæri valdi vandræðum.

Plöntur til prýði

- Auglýsing -

Allt sumarið og fram eftir hausti er hægt að planta plöntum úr gróðrarstöðvum. Huga þarf að því að gefa plöntunum áburð og hvort þurfi að bæta jarðveginn.

Safnkassa valinn staður

Ef ekki er þegar kominn safnkassi í garðinn er góður tími núna til að kaupa einn slíkan og koma honum fyrir. Til eru margar gerðir af slíkum kössum og þeir geta verið allt frá plasttunnum upp í háa og mikla trékassa. Best er velja sinn safnkassa í samræmi við stærð garðsins og þeirrar aðstöðu sem menn hafa til að vinna við þá. Sumir smíða sjálfir sinn kassa úr greinum sem til falla þegar trén eru klippt í garðinum. Safnkassar eru góð leið til að vernda umhverfið.

- Auglýsing -

Heimilissorp mun minnka mjög mikið og margir hafa mjög gaman af að upplifa niðurbrot náttúrunnar á lífrænum efnum. Í safnkassann fer þar að auki allt gras af flötinni, plöntuafklippur, greinastúfar og arfi úr beðunum. Einu sinni í mánuði er nauðsynlegt að hræra vel og lyfta upp af botni kassans með garðgaffli eða einhverju góðu verkfæri. Að öðru leyti sér safnkassinn um sig sjálfur.

Lagst í lestur

Þegar stund gefst og hlýtt er í garðinum er gott að setjast niður með bækur og blöð til að fá hugmyndir eða upplýsingar um hvernig á að útfæra eitthvað af þeim hugmyndum sem kviknað hafa yfir veturinn og vorið. Oft þarf að færa til plöntur, grisja þær eða koma fyrir nýjum og þá er gott að hafa á takteinum þær upplýsingar sem þarf til að tryggja að vel takist til. Stóra garðabókin ætti að vera til á heimili allra garðræktaráhugamanna en einnig eru til góð tímarit um garðrækt.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -