Laugardagur 11. janúar, 2025
4.8 C
Reykjavik

Versta augnablik Vilhjálms: „Að fá hláturskast á versta tíma við athöfn í kirkju“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leikarinn og Norðlendingurinn geðþekki, Vilhjálmur B. Bragason, var undir stækkunargleri Mannlífs þessa vikuna.
Vilhjálmur stundaði nám við hinn virta skóla Royal Academy of Dramatic Art í London og útskrifaðist þaðan með MA gráðu af sviðshöfundabraut.
Nú stjórnar Vilhjálmur Föstudagsþættinum á sjónvarpsstöðinni N4 og leikur þess á milli með Leikfélagi Akureyrar.
Vilhjálmur er einn af höfundum gamanleiksins Fullorðin sem frumsýndur var í byrjun árs og óhætt er að segja að hafa slegið í gegn. En þar fer hann einnig með eitt aðalhlutverkið.
Mannlíf komst að því að mestu vonbrigði í lífi Vilhjálms var að verða fullorðinn og var það einmitt ein af kveikjunum að sýningunni.

Vilhjálmur B. Bragason. Mynd/ Sindri Swan

Fjölskylduhagir? Einhleypur.

Menntun/atvinna? Skemmtikraftur, tónlistarmaður og leikhúslistamaður/MA gráða af sviðshöfundarbraut Royal Academy of Dramatic Art í London.

Uppáhalds Sjónvarpsefni? Frasier.

Leikari? Þekki svo marga frábæra, það er erfitt að gera upp á milli vina og samstarfsfélaga. Jack Nicholson varð fyrsti uppáhalds kvikmyndaleikarinn minn þegar ég var 5 ára. Erfitt að setja út á það val.

Rithöfundur? Joe Orton, Oscar Wilde og Tom Stoppard. Geri ekki upp á milli leikskálda.

- Auglýsing -

Bók eða bíó? Bæði.

Besti matur? Er borðaður með góðum vinum og paraður með kokteil! Og á Múlabergi bistro og bar!

Kók eða Pepsí? Pepsí.

- Auglýsing -

Fallegasti staðurinn? Fullur salur af hlæjandi fólki.

Mynd/ Sindri Swan

Hvað er skemmtilegt? Vinnan. Að semja og flytja lög, leikrit og texta. Sköpun í öllum myndum. Og auðvitað matarboð, ferðalög og ýmislegt annað þess á milli.

Hvað er leiðinlegt? Bókhald og upptalningar á hlutum (bókhald er auðvitað bara upptalning á tölum, sem gerir það verra).

Hvaða flokkur? Ég er ekki tilbúinn að flokka mig. Ætti þó líklegast heima í lífræna.

Hvaða skemmtistaður? Maður er auðvitað búinn að gleyma því hvernig það er að fara á skemmtistaði, en hugsa að ég tilnefni Götubarinn á Akureyri – sem píanisti gæti ég aldrei sagt annað.

Kostir? Verð mjög sjaldan uppiskroppa með góðar sögur. Gestgjafi fram í fingurgóma.

Lestir? Frestunarárátta.

Hver er fyndinn? Vinir mínir eru framúrskarandi fyndið fólk. Svo er auðvitað endalaust af grínistum, það er bara ekkert fyndið við að telja þá upp.

Hver er leiðinlegur? Fólk sem tekur sig of hátíðlega.

Trúir þú á drauga? Ég trúi ekki á þá og þeir ekki á mig. Að öðru leyti náum við ágætlega saman.

Stærsta augnablikið? Í hvert sinn sem maður frumsýnir nýtt verk.

Mynd/ Sindri Swan

Mestu vonbrigðin?  Að verða fullorðinn. Svo mikil vonbrigði að við gerðum heila leiksýningu um það!

Hver er draumurinn? Að fá tækifæri og vettvang til að hrinda draumaverkefnum í allskonar listum í framkvæmd. Skapa leikhús, tónlist og allskonar með einvalaliði snillinga.

Mesta afrek sem þú hefur unnið á þessu ári? Semja, æfa og frumsýna grínsýninguna Fullorðin hjá Leikfélagi Akureyrar með frábæru fólki. Aldrei verið jafn mikil þörf fyrir hlátur og einmitt núna.

Ertu búin að ná öllum þínum markmiðum? Aldeilis ekki. Setti mér líka markmið um að setja mér fleiri markmið og er ekki heldur búinn að ná því.

Manstu eftir einhverjum brandara? Já, en það varðar bæði við höfundarréttarlög og almenn hegningarlög að hafa hann eftir.

Vandræðalegasta augnablikið? Að fá hláturskast á versta tíma við athöfn í kirkju.

Sorglegasta stundin? Að kveðja fólk sem manni þykir vænt um.

Mesta gleðin? Að fá að starfa við það sem veitir manni innblástur og ánægju alla daga.

Mikilvægast í lífinu? Hafa gaman af því sem maður gerir og gera hlutina vel!

Mynd/ Sindri Swan

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -