Fimmtudagur 14. nóvember, 2024
4.4 C
Reykjavik

Verstu lög Íslands í Júróvisjón – Lögin sem við öll viljum helst gleyma

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þau hafa verið af ýmsu tagi, lögin sem tilnefnd hafa verið sem framlag Íslands í Júróvisjón í gegnum tíðina. Sum hafa gripið hjörtu landans á meðan minna hefur þótt til annarra koma. Sumum viljum við helst af öllu gleyma. Í tilefni af 30 ára þátttökuafmæli Íslands í Eurovision fyrir fimm árum blés FÁSES, Félag áhugamanna um söngvakeppni evrópsrka sjónvarsstöðva til allsherjarkosningar meðal félagsmanna sinna um hvað þeim fannst um hitt og þetta í Söngvakeppni Sjónvarpsins og þátttöku Íslands í Eurovision.

Niðurstöður eru birtar með góðfúslegu leyfi FÁSES.

Kosningin var í tveimur hlutum. Við hverja spurninga voru gefnir nokkrir möguleikar en einnig var valmöguleiki að setja eigið svar. Fyrri hlutinn fjallaði um Söngvakeppni Sjónvarpsins og sá seinni um þátttöku Íslands í Eurovision. Spurt var meðal annars um besta og versta lagið sem keppt hefur í Söngvakeppninni, bestu og verstu búningana í keppninni, bestu söngvakeppnina í heild sinni ásamt fleiru eins og besta kynninn og bestu þulina.

Nú var komið að því að fara í gegnum úrslit kosningarinnar á FÁSES.is. Við byrjum á hörmungunum (alltaf best að fá vondu fréttirnar á undan góðu fréttunum): Versta laginu sem keppt hefur í Söngvakeppni sjónvarpsins og versta laginu sem keppt hefur fyrir Íslands hönd í Eurovision.

Versta lagið sem keppt hefur í Söngvakeppni sjónvarpsins var að mati aðdáenda Ho ho ho we say hey hey hey í flutningi Mercedes Club sem keppti í Laugardagslögunum 2007-2008.

Ho ho ho we say hey hey hey hlaut ríflega 24% atkvæða en 22,6% sem svöruðu nefndu annað lag. Um annað sætið sem versta lagið börðust þó Birta og Eldgos en gosið lagði birtuna einungis með einu atkvæði.

- Auglýsing -

Fimmtán lög voru nefnd undir annað. Það lag sem oftast var nefnt undir öðrum lögum var lag Önnur Mjallar og Ólafs Gauks Sjúbídú frá árinu 1996 (þó það hafi strangt til tekið ekki tekið þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins). Það var nefnt alls 11 sinnum. Næst á eftir kom Lítil skref nefnt 4 sinnum. Önnur lög sem fengu fleiri  en eitt atkvæði voru Til hamingju Ísland, Það sem enginn sér, Hægt og hljótt, Hvar ertu nú og Hopp abla ha.

Tvö lög voru bæði nefnd sem besta og versta lagið en það voru lögin Hægt og hljótt frá 1987 og Brenndar brýr flutt af Ingunni Gylfadóttur árið 1993.

Versta lagið sem keppt hefur fyrir Íslands hönd í Eurovision var valið Sjúbídú frá 1996 í flutningi Önnu Mjallar.

- Auglýsing -

Kosningin var nokkuð afgerandi en Sjúbídú fékk tæplega 30% atkvæða. Annað versta lagið var kjörið Það sem enginn sér sem skilaði okkar einmitt engu stigi í Eurovision árið 1989 en lagið hlaut ríflega 21% atkvæða í kosningunni. Í þriðja sæti var lagið Angel frá 2001 með 12,6% atkvæða. Lagið Unbroken frá 2015 var í 4. sæti með tæplega 7% atkvæða og loks framlag Silvíu Nætur frá 2006 Congratulations  í 5. sæti og hlaut 5% atkvæða.

Sérlega athyglisvert er að geta þess að 11 lög hlutu engin atkvæði sem versta lagið en það voru Gleðibankinn, Eitt lag enn, Draumur um Nínu, Nei eða já, Nætur, Minn hinnsti dans, All out of luck, Tell me, Open your heart, This is my life og Never forget.

 Við vitum öll að Daði og Gagnamagnið mun aldrei rata á þennan lista. Áfram Ísland!

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -