Mánudagur 18. nóvember, 2024
-4.4 C
Reykjavik

Verulegt áhyggjuefni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mikill styr hefur staðið um starfsemi SÁÁ að undanförnu og er búist við hörðum slag á aðalfundi samtakanna sem fer fram næstkomandi þriðjudag þegar m.a. verður kosið um nýjan formann. Tveir sækjast eftir formennsku, þeir Einar Hermannsson, stjórnarmaður í SÁÁ, og Þórarinn Tyrfingsson, fyrrverandi formaður SÁÁ og yfirlæknir á Vogi. Báðir segjast vilja skapa frið innan samtakanna. Nóg sé komið af átökum.

Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri, tjáði sig um málefni SÁÁ í stöðufærslu á Facebook þar sem hún segist syrgja ósegjanlega mikið að fylgjast með þeim hatrömmu deilum sem nú ríkja innan SÁÁ. Hún hefur verulegar áhyggjur af framtíð samtakanna og að deilurnar bitni verst á þeim sem síst skyldi.

„Þeim veiku og aðstandendum þeirra. Ég þekki ekki til alls þess sem hefur átt sér stað á bak við tjöldin en sú yfirlýsing sem starfsmenn SÁÁ sendu frá sér í vikunni lýsir því skýrt hversu djúpstæður vandinn er. Fram undan er aðalfundur SÁÁ þar sem tveir eru í framboði: Einar og Þórarinn. Á bak við báða virðast vera blokkir með mjög ólíka sýn á framtíð SÁÁ og erfitt að sjá hvort og hvernig hin blokkin mun sætta sig við þann formann sem kjörinn verður. Ég tel líklegra á þessum tímapunkti að nauðsynleg ró skapist í starfsemi SÁÁ fái Einar tækifæri til að spreyta sig,“ sagði Hildur Jana.

Hilda Jana Gísladóttir bæjarfulltrúi

„Mikil ánægja virðist hafa verið með störf Valgerðar undanfarin ár og það var því mikið áfall þegar hún sagði upp starfi sínu fyrr á þessu ári. Það gefur augaleið að góð samvinna og traust þarf að ríkja á milli forstjóra og framkvæmdastjórnar. Þá hlýtur að vera nauðsynlegt að allir aðilar átti sig á sínum ábyrgðarmörkum. Það er væntanlega ekkert grín að reka SÁÁ og margir sem þurfa að leggja mikið á sig til þess að samtökin haldi áfram að vaxa og dafna. Mikilvægast af öllu er þó að missa ekki sjónar af stærsta málinu. Það er til mjög mikils að vinna enda líf fólks og velferð í húfi.“

Lestu meira um málið í Mannlíf.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -