Miðvikudagur 8. janúar, 2025
-9.2 C
Reykjavik

Vesturbæingar hafa fengið nóg: „Þetta er greinilega aðal grínið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Um þessar mundir finnst mér óþarflega mikið um dyrabjölluat hjá mér að degi til. Eru einhverjir að lenda í því sama?“ Skrifar einn íbúi Vesturbæjar í Facebook hóp hverfisins. Og ekki stendur á svörunum. Fleiri virðast hafa orðið fyrir barðinu á dyraats galgopanum.

Þetta virðist angra fólk mismikið. Laufey nokkur kveðst glöð að heyra að dyrabjölluat sé komið aftur og þá segir önnur „nákvæmlega þá er einhver úti að leika sér.“

Börn við leik. Mynd: NN – norden.org

En öðrum finnst þetta fremur hvimleitt og þykir nóg um.

„Eru ekki einhverjir EU staðlar til um magn dyrabjölluats sem krakkar mega framkvæma per dag eða á klukkustund? Ef ekki þá skal senda umboðsmanni Alþingis kvörtun yfir því,“ segir Matthías nokkur. Pétur tekur í sama streng: „Dyrabjölluat er að verða mjög alvarlegt vandamál í Reykjavík. Við svo verður ekki búið. Það þarf að bregðast við þessu af hörku…“ Hvort þeim Matthíasi og Pétri sé alvara látum við liggja á milli hluta.

Svo virðist sem flest dyraatstilfellanna séu nálægt skólum á svæðinu, svo líklegt þykir að fjörugir krakkar séu þarna á ferð: „Þetta er greinilega aðal grínið,“ segir ein búsett nærri  Vesturbæjarskóla.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -