Laugardagur 26. október, 2024
4.5 C
Reykjavik

Vettvangsrannsókn flugslyssins við Múlakot lokið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rannsókn á vettvangi flugslyssins við Múlakot í Fljótshlíð er lokið og unnið er að því að flytja flak flugvélarinnar í rannsóknarskýli. Þá á rannsóknarnefnd eftir að ræða við vitni að slysinu. Ekki er hægt að segja til um hvað gerðist að svo stöddu. RÚV greinir frá.

Laust eftir 20:30 í gærkvöldi barst tilkynning um flugslys nálægt flugvellinum við Múlakot í Fljótshlíð. Eldur var þá laus í flugvélinni. Fjölmennt lið lögreglu, slökkviliðs og sjúkraflutninga Heilbrigðisstofnun Suðurlands, ásamt tveimur þyrlum Landhelgisgæslunnar, fóru á staðinn. Alls voru fimm aðilar í flugvélinni. Þrír létust í slysinu og tveir voru fluttir alvarlega slasaðir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús. Flugvélin sem um ræðir var í einkaeigu. Samkvæmt tilkynningu lögreglu er líðan þeirra slösuðu stöðug.

Rannsóknardeild Lögreglustjórans á Suðurlandi fór með rannsóknina og naut aðstoðar Rannsóknarnefndar samgönguslysa og tæknideildar Lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu. Viðbragðsteymi Rauðakross Íslands var sent á vettvang til að veita vitnum að atvikinu sálrænan stuðning.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -