Miðvikudagur 13. nóvember, 2024
6.6 C
Reykjavik

VG gagnrýnir forsætisráðherra: „Fordæmir ákvörðun að styðja atlögu Ísraelsríkis að mannúðaraðstoð“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Yfirlýsing Bjarna Benediktssonar sem utanríkisráðherra þess efnis að frysta framlög til Flóttamannaaðstoðarinnar í Palestínu (UNRWA) var fordæmd af flokksráðsfundi VG er haldinn var í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ í gær.

Bjarni Benediktsson.

Ein af ályktunum er þar voru samþykktar snúa beint að málefnum Palestínu sem og stríðinu á Gaza, en þetta kom fram á RÚV.

Í áðurnefndri ályktun eru aðgerðir Ísraels á Gaza fordæmdar og kallað er eftir friði; varanlegum friði.

Wafaa Tabasi sér um vannærðu dóttur sína Mera, á al-Awda heilsugæslustöðinni, 12. mars.
Ljósmynd: Reuters

VG segir aðgerðir vestrænna ríkja hafa verið algjörlega skammarlegar; að allar tilraunir Sameinuðu þjóðanna til að koma á friði á svæðinu hafi stjórnvöld í Bandaríkjunum með aðgerðum sínum að engu gert.

Einnig segir að Ísraelsstjórn hafi ráðist í ófrægingarherferð gegn Sameinuðu þjóðunum sem og Flóttamannaaðstoðinni eftir úrskurð Alþjóðadómstólsins í Haag í janúar á þessu ári.

- Auglýsing -

Í úrskurðinum kom það fram að líklega væri Ísrael nú og hafi í einhvern tíma verið að fremja þjóðarmorð í Palestínu.

Gríðarlega átakanlegar myndir sjást í fjölmiðlum um allan heim.

Fundur VG fordæmir ákvörðun forsætisráðherra, Bjarna Benediktssonar, er hann tók í utanríkisráðherratíð sinni.

Í áðunefndri ályktun segir þetta:

- Auglýsing -

„Flokksráðsfundur fordæmir ákvörðun þáverandi utanríkisráðherra að styðja atlögu Ísraelsríkis að mannúðaraðstoð á Gaza með yfirlýsingu um að frysta fjárframlög til Flóttamannaaðstoðarinnar.“

Kemur fram að ákvörðun um frystingu var tekin í janúar; eftir að fréttir bárust af því að fremur lítill hópur starfsmanna Flóttamannaaðstoðarinnar væri sakaður um að hafa hjálpað Hamas-samtökunum í árás þeirra á Ísrael þann sjöunda október síðastliðinn.

Greiðslum var framhaldið í mars og nú í sumar var tilkynnt um viðbótarframlag til stofnunarinnar og þessu fagna flokksmenn VG ákaflega í ályktun sinni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -