Á sunnudaginn verður kosið um framtíð ríkisstjórnarinnar á landsfundi Vinstri-grænna sem hefst síðdegis í dag. Svandís Svavarsdóttir er ein í framboði til formanns og verður væntanlega sjálfskjörin. Tillaga liggur fyrir fundinum um að slíta þegar í stað stjórnarsamstarfi við Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk. Svandís vildi ekki svara því beint í morgun á Rás 1 hver hún teldi að yrðu örlög tillögunnar. Hún benti á árangur ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum og að vextir væru á niðurleið. Sjálf sagðist hún vera í miklu stuði til að takast á við þau mál sem þarf að leysa.
Málflutningur hennar bendir til þess að hún mun i leggjast gegn tillögunni frá grasrótinni. Sjálf hefur Svandís lagt til að kosningar verði í vor. Ríkisstjórnin er sú óvinsælasta frá því mælingar hófust.