Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum – Karl Gauti Hjaltason – segir að ekkert stórvægilegt hafi komið inn á borð lögreglu í nótt sem leið.
En þó var eitthvað um ólæti og slagsmál; fimm manns hafi verið færðir í klefa.
Lögreglustjórinn upplýsti um þetta í samtali við mbl.is.
Nefnir að eitthvað hafi verið um ólæti og ölvun; og í morgun hafi þrír einstaklingar setið á bakvið lás og slá.
Segir hann að tvær til þrjár líkamsárásir hafi átt sér stað í nótt; fimm einstaklingar hafi verið teknir höndum af lögreglu undanfarin sólahring.
Tekur Karl Gauti fram að afar fá fíkniefnamál hafi komið upp og bætir þessu við um veðrið:
„Við fengum tilkynningu um að það væri búist við hvassviðri í dag og menn voru í gær að festa tjöld betur en venjulega. Þannig við erum svona að vona að við sleppum í dag við meiriháttar tjón á tjöldum.“