Bókin Við erum ekki morðingjar eftir Dag Hjartarson er komin út.
Ung kona skrifar bók sem leggur líf hennar og mannsins sem hún elskar í rúst. Ári seinna fær hún óvænt tækifæri til að segja frá sinni hlið á málinu. En hún hefur bara eina nótt. Og sá sem hlustar er ekki allur þar sem hann er séður. Við erum ekki morðingjar er spennuþrungin skáldsaga um ást, ofbeldi og viðkvæm leyndarmál.

Dagur Hjartarson hlaut tilnefningu til Bókmenntaverðlauna Evrópusambandsins fyrir fyrstu skáldsögu sína, Síðustu ástarjátninguna. Hér sendir hann frá sér bók sem veltir upp áleitnum spurningum og mun koma lesendum á óvart.
Hægt er að hlusta á fyrstu fjóra kafla bókarinnar á Spotify. Þórdís Björk Þorfinnsdóttir les.
Bókin hefur nú þegar fengið góðar viðtökur og fékk m.a. ⭐⭐⭐⭐️ + ⭐️½ í Morgunblaðinu: „Dagur Hjartarson tekst listilega á við erfiðar áskoranir, samtímann og það að skrifa sig inn í hugarheim ungrar konu sem samfélagið, og hún sjálf, dæmir harkalega.“