Sunnudagur 5. janúar, 2025
-7.2 C
Reykjavik

Við erum öll Lynyrd Skynyrd – Við lendum öll í okkar persónulegu flugslysum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Að draga ályktanir út frá sögulegu sjónarmiði er oft það sama og draga ályktanir frá persónulegu sjónarmiði.

Ég veit samt ekki alveg hvort þessi setning meiki einhvern sens. En, jæja, áfram.

Suðurríkjahljómsveitin bandaríska, Lynyrd Skynyrd, er þekkt fyrir lagið Sweet Home Alabama, ólifnað hljómsveitarfélaga, og það að hafa lent í flugslysi.
Þetta er allt rétt; lagið ódauðlegur smellur; ólifnaðurinn sannur sem og flugslysið.
En þarna er stoppar ekki saga þeirra. Ekki frekar en saga okkar sem búum hér.
Sagan er síbreytileg og af hverri einustu manneskju sem ég þekki get ég dregið upp fleiri en eina mynd, margar í sumum tilfellum, og allir eiga sér sína sögu. Og þetta heldur áfram – sögurnar koma af sjálfu sér á hverjum degi og spinna þennan vef sem lífið er. Þannig er það hjá okkur og þannig er það hjá Lynyrd Skynyrd.
Hljómsveitin gaf út frábær lög sem eru jafngóð eða betri en Sweet Home Alabama; Tuesdays Gone, Simple Man og Freebird, svo dæmi séu nefnd; flugslysið tók ekki alla meðlimina, Ronnie Van Sant og Steve Gaines létust, en hinir eftirlifandi náðu smám saman áttum og heilsu og héldu áfram sínu lífi.
Lynyrd Skynyrd var síðan endurreist árið 1987, tíu árum eftir flugslysið. Árið 2003 kom út prýðileg plata með Lynyrd Skynyrd sem heitir Vicious Cycle – táknrænn titill, kannski ekki.
En við sem hér búum erum oft dómhörð í garð hvors annars og fljót að stimpla fólk sem hitt og þetta; með því sé fundin ákveðin skilgreining á viðkomandi persónu. Og svona sé hún og verði alltaf.
Þetta er kjaftæði og um það vitnar saga Lynyrd Skynyrd. Við erum öll misjöfn. Öðruvísi en flestir halda og fjölhæfari líka, og eftir því sem við verðum eldri breytumst við; verðum ekkert endilega betri eða verri eða vitrari eða enn vitlausari; bara öðruvísi.
Við lendum öll í okkar persónulegu flugslysum. Við erum öll Lynyrd Skynyrd. Verum bara góð við hvort annað, hættum fordómum og ofbeldi og drögum úr stressi og hraða – það þarf ekki meira til.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -