Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

„Við forðumst okkur sjálf og deyfum með mörgum leiðum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kamilla Ingibergsdóttir jógakennari hefur í tæp tvö ár boðið upp á hugleiðslu- og slökunarstundir með hreinu kakói frá Gvatemala. Þar býður hún fólki upp á að tengja sig inn á við, minnka áreitið í kringum sig og hávaðann frá hugsunum til að hlusta betur á það sem það virkilega vill og þarf.

„Ég hef farið mjög mikið til Gvatemala undanfarin ár og varið tíma við Atitlan-vatnið en þar hefur myndast samfélag jógaiðkenda og andlega þenkjandi fólks alls staðar að.

„Þessar stundir hafa reynst fólki vel til að hvílast, losa um streitu og þreytu og gera eitthvað bara fyrir sig. Stundum gleymum við að hlúa að okkur sjálfum í amstri dagsins og þá sérstaklega andlegu hliðinni,“ segir Kamilla. „Innri vinna er einhver sú mesta erfiðisvinna sem til er og í mörgum tilfellum erum við frekar til í forðast hana til að þurfa ekki að mæta okkur sjálfum, horfa inn á við og gera eitthvað í því sem við sjáum eða finnum. Við forðumst okkur sjálf og deyfum með svo mörgum leiðum, til dæmis með áfengi, vímuefnum, kynlífi, símunum okkar, sjónvarpinu, mat, verslunarferðum og svo framvegis.“

Stundaránægja og blekking

Sjálf hefur hún verið að gera tilraunir á sjálfri sér síðustu ár og skoða hvað hún setur orkuna sína í og hvernig hún velur að verja tíma sínum. „Ég áttaði mig til dæmis á því fyrir rúmum tveimur árum að áfengi gerði ekki neitt fyrir mig heldur dró frekar úr mér þrótt, kjark og gleði og fékk mig til að efast um sjálfa mig. Þá þurfti ég að spyrja mig af hverju ég væri að þessu og þegar ég fann ekki gild svör ákvað ég að hætta að drekka.

„Ég áttaði mig til dæmis á því fyrir rúmum tveimur árum að áfengi gerði ekki neitt fyrir mig heldur dró frekar úr mér þrótt, kjark og gleði og fékk mig til að efast um sjálfa mig.“

Oft gerum við eitthvað bara vegna þess að allir aðrir gera það þrátt fyrir að það gefi okkur ekki neitt. Þá er gott að taka stöðuna. Það gerði ég og hef síðan yfirfært þetta á nánast öll svið lífs míns. Mér finnst mikilvægt að skoða reglulega hvað það er sem nærir mig og hvað dregur úr mér,“ segir hún og bætir við að það sem við gerum til að deyfa okkur eða fjarlægjast okkur sjálf veiti okkur oft stundaránægju. „En eins og orðið gefur til kynna varir hún stutt. Þetta er kannski leið til að láta okkur líða betur en svo virkar hún ekki, er bara blekking, og hvað þá? Þurfum við þá kannski meira eða þurfum við að skoða aðrar og varanlegri leiðir til að líða betur? Fyrir mig hefur það verið hugleiðsla, hollari lífsvenjur og gagnrýnin skoðun á það sem ég geri, bæði út á við og inn á við.“

Andleg hreinsun, hvíld og uppgötvun

Kamilla segir að kakóhugleiðslurnar hafi fljótlega undið upp á sig og núna býður hún upp á fjölbreytta tíma eins og kakó nidra- og kakó vinyasa-jógatíma. „Ég flyt líka inn kakó frá Gvatemala og skipulegg jóga- og kakóferðir þangað. Ég hef farið mjög mikið til Gvatemala undanfarin ár og varið tíma við Atitlan-vatnið en þar hefur myndast samfélag jógaiðkenda og andlega þenkjandi fólks alls staðar að. Ég fór með fyrsta hópinn í janúar og nú er ég farin að kynna næstu ferðir en síðast komust færri að en vildu. Ferðinar sem farnar verða í janúar og febrúar á næsta ári bjóða upp á jóga, hugleiðslu, andlega og líkamlega hreinsun með rými fyrir hvíld og uppgötvun. Þetta er ferð fyrir ævintýragjarnar manneskjur sem vilja líka líta inn á við og vinna í sér. Svo skemmir ekki að þetta er einn fallegasti staður sem ég hef komið á yfir ævina og ég hef ferðast mikið. Það er eitthvað svo töfrandi við Gvatemala og þess vegna fer ég þangað oft en þar hef ég líka gert miklar uppgötvanir um sjálfa mig sem hafa hjálpað mér að gera stærri breytingar í lífinu í hvert skipti sem ég kem aftur heim.“

- Auglýsing -

Allar upplýsingar um Kamillu, viðburði og ferðina til Gvatemala má finna á kako.is.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -