Fjármálaráðherra – Sigurður Ingi Jóhannsson – segir í samtali við RÚV að undirbúningur vegna fyrirhugaðrar sölu á eftirstandandi hlut ríkisins í Íslandsbanka standi nú yfir.
Kemur fram að Alþingi samþykkti síðastliðið vor frumvarp er gaf stjórnvöldum leyfi til að selja hlut ríkisins í tveimur áföngum; en ríkið á nú 42,5 prósent í bankanum; er hluturinn metinn á um það bil 100 milljarða.

Ljósmynd: Sikeri
Sagði Sigurður Ingi að undirbúningur standi nú yfir; hafi gert allt frá því að málið kom til umfjöllunar í þinginu. En miðað er við að selja fyrri hlutann í haust; þann seinni á næsta ári:

„Við þurfum að velja þann tíma út frá markaðsaðstæðum og horfandi á stóru myndina. Sú vinna hefur verið í gangi síðan í vor.“