Áframhaldandi norðaustan stormur og hríð á norðvestanverðu landinu í dag, og við bætist hríðarveður á norður og norðausturlandi þegar líður á daginn. Þetta segir í lýsingu veðurfræðings á vef veðurstofunnar.
Útlit er fyrir talsverða úrkomu syðst á landinu og með suðausturströndinni og því full ástæða til að skoða vel færð og veður áður en lagt er af stað í ferðalög.
Það dregur smám saman úr vindi og ofankomu á morgun, og verður víða hæg breytileg átt og stökku él annað kvöld, en þá herðir einnig á frosti.
Útlit er fyrir nokkuð rólegt veður á fimmtudag en á föstudag gæti dregið til tíðina með lægð sem ber með sér hlýindi og möguega rigningu á láglendi sunnan og vestanlands.
Horfur næsta sólarhringinn
Norðaustan 13-23 og snjókoma um landið norðanvert í dag, áfram hvassast á Vestfjörðum. Hægari vindur sunnantil og él, einkum með suðausturströndinni. Víða vægt frost.
Minnkandi norðanátt og éljagangur á morgun, allvíða hæg norðlæg eða breytileg átt síðdegis og stöku él norðantil en með suðurströndinni annað kvöld. Herðir á frosti.