Laugardagur 16. nóvember, 2024
0.6 C
Reykjavik

Viðhald og yfirferð hjóla fyrir sumarið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það er alltaf nauðsynlegt að yfirfara hjólin vel áður en haldið er af stað en ef hjólið hefur staðið inni í geymslu óhreyft í einhverjar vikur eða mánuði þarf að þrífa það vel og skoða gíra, keðjur og annað sem þarfnast smurningar.

 

Rétt eins og gluggaþvottur og þrif tilheyra vorinu á mörgum heimilum þá þurfa hjólin á því að halda að farið sé nákvæmlega inn í öll hólf, skorur og holur og hreinsað burtu ryk og óhreinindi sem kunna að hafa safnast fyrir síðasta sumar. Síðan er pumpað í dekkin og mælt hvort loftþrýstingur í þeim sé ekki akkúrat eins og hann á að vera. PSI-númerið á dekkinu gefur til kynna hvað hann á að vera hár.

Svo er keðjan smurð og athugað hvort herða þurfi skrúfur á pedölum, gjarðarfestingum, hnakka og annars staðar þar sem eitthvað er fest við stellið. Prófið bremsurnar nokkrum sinnum og farið yfir allar snúrur og tengsl í hemlabúnaðinum.

Mynd / Unsplash

Farið líka yfir hjálminn, passar hann vel, er einhver sprunga eða merki um þreytu komin í fóður eða yfirborð? Ef svo er gæti verið kominn tími til að skipta. Þetta er öryggistæki og þarf að vera í fullkomnu standi.

Fyrst á vorin er oftast mikill sandur á gangstéttum og göngustígum eftir sandburð vetrarins til að draga úr hálku. Hann getur smogið inn í viðkvæman búnað hjólsins og þess vegna gæti verið betra að hjóla á breiðari dekkjum til að byrja með, eða þar til götusóparar bæjarfélaganna hafa hreinsað til, vegna þess að þá á sandurinn ekki eins greiða leið að hjólinu sjálfu. Þau springa líka siður ef smásteinar eða annað rusl stingst í þau.

Mynd / Unsplash

Vanir hjólamenn mæla með að hlusta á hjólið. Síðasta spölinn heim eftir góðan túr er gott að hlusta á hljóðin í hjólinu; brak, ískur og högg geta gefið vísbendingar um að eitthvað sé að bila eða þarfnist smurningar eða hreinsunar eða að eitthvað þurfi að herða. Þetta er sérstaklega mikilvægt í fyrstu skiptin sem hjólin eru tekin út eftir vetrargeymslu.

- Auglýsing -

Sumir verja verstu vetrarmánuðunum í einmitt þetta viðhald og geta þess vegna tekið hjólin fullkomlega tilbúin út úr bílskúrnum á vorin.

Mynd / Unsplash

Ef börnin þín hjóla með þér er nauðsynlegt að skoða reglulega hvort hjólin þeirra passi þeim enn þá. Þau vaxa hratt og eru fljót að vaxa upp úr hjólunum rétt eins og fötunum. Þegar þau hjóla á of litlu hjóli reynir það á hnén og bakið og getur orðið til þess að þau þrói með sér vandamál í liðum.

Ef þið eruð ekki viss um hvort búnaðurinn er í lagi ætti skilyrðislaust að fara með hjólið á næsta verkstæði eða í hjólaverslun og biðja starfsmann þar að fara yfir allt. En þegar allt þetta hefur verið gert er ekkert annað eftir en að hjóla af stað út í sumarið og njóta.

Mynd / Unsplash

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -