„Ég hef oft hugsað hvaðan þessi mikli áhugi á almannavörnum komi og hvenær þetta hafi byrjað. Ég hef eiginlega alla mína fullorðinsár unnið eða verið sjálfboðaliði í verkefnum tengdum því að hjálpa öðrum og leggja mitt af mörkum við að búa til öruggara samfélag.“
Þannig hefst frásögn eftir hinn eina og sanna, Víði Reynisson, sem staðið hefur vaktina í stríðinu við kórónaveiruna. Þar opnar Víðir sig um af hverju hann gerðist björgunarsveitarmaður en hann rekur þá ákvörðun til 5 ára aldurs, er honum var sjálfum bjargað. Þá þakkar hann því fólki fyrir að hafa staðið vaktina. Við gefum Víði orðið:
Fyrr 48 árum fór ég, fimm ára gamall, í siglinu með mömmu og systkinum mínu frá Vestmannaeyjum til Þorlákshafnar líkt og mörg þúsund aðrir Vestmanneyingar. Pabbi varð eftir til að sinna björgunarstörfum.
Reynslan af því að vera flóttamaður í eigin landi er eitthvað sem markar mann og fylgir okkur. Ég var heppinn að afi Guðsteinn og amma Magga tóku á móti okkur og umvöfðu okkur fyrstu dagana. Við flæktumst mikið þann tíma áður en við fluttum aftur til Eyja, bjuggum á allavega fjórum eða fimm stöðum.
Ég var 16 ára þegar ég var ákveðinn að ganga í björgunarsveit og þar byrjaði síðan almannavarna ferðalagið sem stendur enn.
Það er gott að minnast og þakka fyrir þá sem lögðu allt á sig til að við sem þurftum kæmumst í skjól frá eldgosinu nóttina örlagaríku fyrir 48 árum.
Takk þið sem vöktuð okkur og sendu okkur niður á höfn, takk þið sem komuð okkur um borð, takk þið sem sigldu bátunum í örugga höfn, takk þið sem björguðu eigum okkar og reyndu að bjarga svo mörgu, takk þið sem sneru fljótt til baka og takk öll sem byggðu samfélagið okkar í Eyjum upp aftur.
Takk!
Þetta fólki er allt held ég ástæðan að ég valdi þá leið sem ég gerði.
Við vorum og erum öll almannavarnir.