Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra hefur sent frá sér tilkynningu vegna alvarlegrar stöðu sem upp er komin í þjóðfélaginu vegna Covid -19.
Þar segir: „Í ljósi stöðunnar vilja almannavarnir hvetja fólk sem kemur frá útlöndum og býr hér á landi eða hefur tengsl inn í íslenskt samfélag, að fara í skimun og halda sig til hlés þar til niðurstöður skimunar liggja fyrir“.
Einnig er greint frá því að Rauði krossinn hafi nú opnað nýtt farsóttahús, Rauðará og sé það fyrir fólk sem sýkst hefur af Covid– 19. Farsóttahúsið Lind var orðið nánast fullt og þar sem búist er við fjölgun sýkinga á næstu dögum hafi verið þörf á að opna nýtt farsóttahús.