Föstudagur 27. desember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Víðir segir almenningi að halda ró sinni: ,,Það eru engar hamfarir að fara í gang!“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

,,Við skulum halda ró okkar, það eru engar hamfarir að fara af stað,“ segir Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra. Hann mælist til að fólk haldi ró sinni enda sér ekkert stórvægilegt að fara að gerast næstu klukkustundirnar. Víðir mælist til að fólk sé ekki að bruna á staðinn til að forvitnast þrátt fyrir að Reykjanesbrautin sé opin, að minnsta kosti í bráð enda vilji enginn sjá slys gerast þar vegna ásóknar á svæðið.

Blaðamaður Mannlífs tók þess mynd 6 km frá meintum gosstað. Engin merki er að sjá um að gos sé hafið.

Líkt og Mannlíf greindi frá er gos líklega hafið á Reykjanesinu, við Litla Hrút suður af Keili. Jarðskjálftahrinan á Reykjanessvæðinu stendur enn yfir og eru vísbendingar um að gosórói sé farinn að gera vart við sig á svæðinu. Óróinn hófst kl. 14:20 suður af Keili, við Litla Hrút. Miklar líkur eru á að eldgos hefjist innan fárra klukkustunda.

Vísindamenn Veðurstofunnar hafa verið við mælingar á svæðinu síðustu daga en nú hefur þeim verið vísað frá að sögn þeirra sem eru á svæðinu.

Björgunarsveitir Suðurnesja eru í viðbragðsstöðu og er þyrlusveit Landhelgisgæslunnar einnig á sveimi yfir svæðinu. Þá er fólki bent á að halda sig innandyra og varað er við eitruðum loftegundum. Gefin hefur verið út appelsínugul viðvörun á alla flugumferð.

Nú þegar er bílaröð farin að myndast við vegkant Reykjanesbrautarinnar, þvert ofan í tilmæli Víðis. Myndina tók Mannlíf á staðnum,

Blaðamaður Mannlífs er á staðnum til að fylgjast með framvindunni. Víðir biðlar aftur á móti til almennings að gefa fagmönnum vinnufrið til að sinna sínum verkefnum á staðnum auk þess sem vísindamenn munu fljúga yfir svæðið með þyrlu Landhelgisgæslunnar

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -