„Viðræður við FFÍ standa enn yfir hjá Ríkissáttasemjara og niðurstaða liggur ekki fyrir ennþá,“ segir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, um yfirstandandi samningalotu flugfélagsins við Flugfreyjufélags Íslands, FFÍ.
Í gær fór fram sextán klukkustunda samningafundur milli samningsaðila en þeim fundi lauk rétt fyrir klukkan tvö í nótt. Nefndirnar komu síðan aftur saman í hádeginu í dag og hefur Aðalsteinn Leifsson ríkissáttarsemjari staðfest að ágreiningsmálum milli aðila hafi fækkað þó viðræðurnar séu enn þungar.
![](https://www.mannlif.is/wp-content/uploads/2020/06/asdir-yr-petursdottir-398x464-1.jpg)