- Auglýsing -
„Evrópusambandið hefur sett sér metnaðarfyllri markmið í loftslagsmálum en nokkurt annað þjóðarbandalag.” Þetta agði Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, í eldhúsdagsumræðum á alþingi. „Umhverfismál eru ofarlega í huga margra kjósenda.”
Jón kom inn á nýlegar kosningar til þings Evrópusambandsins. „Það eru hræringar í stjórnmálum víða um heim og það sama gildir um Ísland.” Hann nefndi að þáttaka Íslands í alþjóðasamstarfi væri ekki skaðleg, þvert á hugmyndir sumra. „Það heitir víst að beygja sig undir erlent vald og afsal fullveldis” sagði Jón til að lýsa hugmyndum ónefndra manna.
„Viðreisn mun spyrna kröftuglega gegn einangrunarhyggju og hvers kyns afbökun á sannleikanum.” Jón endaði ræðuna á léttari nótum. „Megi sólin verma ykkur öll í sumar.”