Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.3 C
Reykjavik

Viðskiptakanónur yfirgefa frjálshyggjuna og styðja Sósíalista: „Sjálfur er ég einn af þeim heppnu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Tveir þekktir nýsköpunartölvukallar hafa lýst yfir stuðningi sínum við Sósílistaflokkinn. Báðir hafa þeir náð góðum árangri í viðskiptalífinu en segja að lífsgæðin komi í gegnum félagshyggju sósíalismans.
Annar þeirra, Jökull Sólberg Auðunsson, rekur tölvufyrirtækið Takumi sem býður áhrifavöldum heimsins auglýsingaþjónustu á samfélagsmiðlum. Bæði breskir og bandarískir fjárfestar hafa nú þegar lagt tæpan milljarð í fjárfestingu í félaginu. Jökull sendi frá sér yfirlýsingu á Facebook þar sem hann segist genginn í Sósíalistaflokkinn:
„Við erum á hátindi nýfrjálshyggjunnar. Ég er af kynslóðinni sem þekkir eiginlega ekki neitt annað. Þessi hugmyndafræði um að stjórnmál séu gamaldags og að „frjáls markaður“ gæti hagsmuna allra ef hann er óáreittur. Að það sé „óeðlilegt“ að stjórnvöld skipti sér af. Að það sé best fyrir hvern og einn að ná sínu fram með því að koma sér í mjúkinn hjá auðvaldinu, læra af þeim, herma eftir þeim og verða „þeir“,“ segir Jökull og heldur áfram:
„Sjálfur er ég einn af þeim heppnu í hópi þeirra heppnustu á þessu horni út á hafi sem hefur það, heilt yfir, betra en margir aðrir í heiminum. En ég er farinn að skilja samhengið betur. Annars vegar hef ég áttað mig á því hversu fátækleg og skaðleg hugmyndafræði hægrisins er og hinsvegar hversu mikilvægir sigrar voru unnir á vakt félagshyggjuafla á síðustu öld. Þaðan koma lífsgæðin sem mestu skipta.“
Jökull segir að þeir stjórnmálaflokkar sem þjóni fyrst og fremst fyrirtækjum landsins eigi hreinlega ekki lengur erindi á Alþingi. „Stjórnmál eiga að snúast um fólk, fjölskyldur, heimili, samfélög og umhverfi. Fyrirtækin munu áfram spjara sig þegar vinstrið hefur aftur tekið völdin og ég vorkenni ekki einum einasta stjórnanda eða frumkvöðli þó við fáum öfluga vinstri stjórn. Ef það er eitthvað sem atvinnulífið þarf á að halda í dag þá er það vinstri stjórn sem hugsar lengra fram í tímann og skaffar heilbrigðara starfsfólk sem er ekki að drepast úr kvíða og álagi. Ég vil fá sem flesta „fence sitters out there“ í lið með okkur í Sósíalistum. Ég veit hver þið eruð!,“ segir Jökull.
Hörður Ágústsson, eigandi Macland.
Verslunareigandinn Hörður Ágústsson, sem rekur Macland á Íslandi, tekur í sama streng. Hann hefur líka gengið í Sósíalistaflokkinn. „Síðan ég byrjaði að fylgjast með stjórnmálum hefur hugmyndafræðin um “frjálsan markað” ráðið ríkjum. Að það sé besta leiðin og allra best sé að láta markaðinn í friði. Stjórnvöld eigi helst að vera ekki fyrir og eina leiðin til að ná árangri í lífinu sé að tengja sig auðvaldinu, og ekki rugga bátnum. Vera með í geiminu en samt miða sig út frá einstaklingshyggju nýfrjálshyggjunnar,“ segir Hörður og bætir við:
„Að fæðast á Íslandi, ásamt því að koma úr fjölskyldu sem er úr miðstétt opnar margar, ef ekki flestar dyr að alls konar tækifærum í lífinu. Það var ekki ég sem skóp mína stöðu sjálfur. Því fer fjarri. Það liggur alveg ljóst fyrir hjá mér að kerfið er beyglað. Það lyftir ekki þeim upp sem þurfa upplyftingu, þvert á móti heldur kerfið þeim niðri. Kerfið er hannað til að vera svona, þetta er ekki óvart.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -