Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.6 C
Reykjavik

Vigdís Erla: „Ég festi mig ekki í rútínu og finnst gaman að breyta til og prófa nýja hluti“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mannlíf heyrði í Vigdísi Erlu Rafnsdóttur sem er mikill matgæðingur og hefur í raun verið það síðan að hún man eftir sér, hún er Matgæðingur Mannlífs þessa vikuna.

„Litla ég, endaði oftar en ekki í eldhúsinu sem gestur starandi á matargerð heimilismanna, enda get ég gleymt mér í youtube glápi ef ég dett inn á einhverja skemmtilega matarrás.“

„Ég á svo skemmtilega minningu frá því þegar ég fékk vinkonur mínar í heimsókn og við bjuggum til dumplings. Við tróðum okkur mörg saman við eldhúsborðið og dunduðum okkur við að pakka fillingunni inn í deig og bjuggum til geggjaða sósu til að dýfa í. Ég vildi að ég gæti deilt með ykkur þeirri uppskrift, en ég á hana því miður ekki til. Strákarnir mínir fengu að vera með og sá yngri var svo spenntur yfir matnum og var hann regluglega búinn að skella í sig hráum dumplings.“

Uppáhaldsrétturinn
Vigdís segir okkur frá því að hún eigi uppáhaldsrétti frá öllum heimshornum: „en einhversstaðar hef ég lent í lukkupottinn með vini en þeir eru algjörir meistarakokkar. Matargerðin mín er oft lituð af þeirri þekkingu sem ég fæ frá vinum og fylgi ég sjaldnast uppskrift. Maturinn endar oft sem svona abstract listarverk segir Vigdís og glottir.

Drengirnir mín virðast hins vegar vera bara ósköp hamingjusamir með það sem ég dúndra fram á borðið og sætta sig við ótrúlegustu hluti, en ég hef líka fengið spurningu frá þeirra vinum af hverju maturinn væri svona skrítinn hjá ykkur?“ Barnsfaðir minn er frá Ghana svo við eldum að jafnaði oft ganískan mat sem er virkilega gómsætur.

„Rétturinn sem poppar í hugann minn núna er hins vegar nautasteik, bakaðar kartöflur og heimatilbúin bernaise sósa. Ætli ég skelli ekki í þessa um helgina, ég er nefnilega að reyna að temja mér það að elda eftir uppskrift, allavega einu sinni í viku.“

- Auglýsing -

Vigdís segir okkur glöð í bragði að hún sé miklu meiri bakari í sér en kokkur því þegar það kemur að bakstri þá gerast galdrarnir. „Ég er búin að mastera súrdeigsbrauð og geri það auðveldlega eftir tilfinningunni, svo er ilmurinn af nýbökuðu brauði svo dásamlegur.“

Annars er „týpískur dagur eins og að ganga í þoku því ég er sjaldnast með fyrirfram ákveðnar hugmyndir um hvað ég ætla að borða. Ég festi mig ekki í rútínu og finnst gaman að breyta til og prófa nýja hluti.“

 

- Auglýsing -

 

Nautaribeye og bernaise

Fyrir 4-5

Nautaribeye

  • 3-4 nautaribeye steikur (fer eftir stærð og þykkt)
  • Smjör til steikingar
  • Salt, pipar og gott steikarkrydd
  • Hitið ofninn 160°C.
  • Bræðið smjör á pönnu og steikið hvora hlið á háum hita í um 1-2 mínútur (fer eftir þykkt) og kryddið báðar hliðar.
  • Færið steikurnar yfir í eldfast mót, hellið smjörinu af pönnunni yfir og eldið í ofni þar til kjarnhiti nær 48°C.
  • Takið steikurnar þá út úr og leggið álpappír þétt að þeim þar til kjarnhiti nær um 57-58°C (fyrir medium-rare steik).
  • Fjarlægið álpappírinn og ausið smjörinu úr botni fatsins yfir steikurnar og kryddið með örlitlu af steikarkryddi í viðbót, hvílið kjötið í um 10  mínútur áður en það er skorið niður.

Bernaise sósa

  • 8 eggjarauður
  • 500 g smjör
  • 2 msk. Bernaise essens
  • 1-2 msk. fljótandi nautakraftur
  • Pipar og salt eftir smekk
  • 3-4 msk. Estragon krydd
  • Bræðið smjörið í potti og leyfið því að kólna þar til það er ylvolgt (ef það er of heitt eru meiri líkur á að sósan skilji sig). Ef þið eruð í tímaþröng er gott að hella smjörinu úr pottinum í annað ílát til að það sé fljótara að kólna niður.
  • Þeytið á meðan eggjarauðurnar þar til þær þykkjast og lýsast (um 5 mínútur).
  • Bætið þá smjörinu saman við í mjórri bunu og hrærið á meðan á lágum hraða.
  • Bætið restinni af hráefnunum saman við og þeytið stutta stund og berið strax fram.

Kramdar kartöflur með parmesan

  • Um 10 meðalstórar kartöflur eða fleiri minni
  • Virgin ólífuolía
  • Gróft salt, pipar, söxuð steinselja
  • Parmesan ostur
  • Sjóðið kartöflurnar þar til þær mýkjast.
  • Leggið bökunarpappír í ofnskúffu og hellið smá ólífuolíu yfir hann.
  • Raðið kartöflunum því næst í skúffuna og kremjið þær lauslega niður með glasi/kartöflustappara.
  • Stráið aftur vel af ólífuolíu yfir ásamt grófu salti og pipar.
  • Rífið að lokum parmesan ost yfir og bakið í 200° heitum ofni í um 15 mínútur eða þar til kartöflurnar fara að gyllast og verða stökkar að utan.
  • Stráið þá smá saxaðri steinselju yfir (má sleppa).

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -