Föstudagur 10. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Vigdís Hauksdóttir er hætt við að gefa kost á sér í sveitarstjórnarkosningum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vigdîs Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, hefur ákveðið að gefa ekki kost á ser að leiða flokkinn í sveitastjórnarkosningunum sem framundan eru.

Þetta kemur fram í tilkynningu Vigdísar á Facebook. Hún segir ástæðurnar vera nokkrar fyrir brotthvarfi sinu og til að skýra betur hvers vegna skulum við gefa Vigdísi orðið:

“Kæru stuðningsmenn og Reykvíkingar

Ég þakka ykkur fyrir að veita mér brautargengi í Alþingiskosningum 2009 og 2013 og borgarstjórnarkosningum 2018.
Að sitja í tæp tólf ár sem kjörinn fulltrúi í umboði ykkar hefur verið afar lærdómsríkt og ekki síður gefandi.
Ég hef alltaf sagt að vika er langur tími í pólitík og hef nú tekið ákvörðun um að sækjast ekki eftir að leiða Miðflokkinn í borgarstjórnarkosningum í vor.

Ástæðurnar eru margar.
Í fyrsta lagi hefur kjörtímabilið verið mjög krefjandi pólitískt séð. Ég hef flett ofan af fjármálasukki í fjölda málaflokka í borgarrekstrinum án nokkurra afleiðinga fyrir borgarstjóra og meirihlutann.
Í öðru lagi er fjárhagsstaða Reykjavíkur komin langt yfir hættumörk. Skuldirnar eru stjarnfræðilegar og áætlað er að þær verði 240 milljarðar í árslok 2026. Þar af er búið að skuldsetja næsta kjörtímabil upp á 92 milljarða samkvæmt lántökuáætlun. Það er sérlega ósvífið.
Í þriðja lagi þá hefur viðhald skólahúsnæðis verið ófullnægjandi og grunnskólabörn eru á hrakhólum út um alla borg. Ekki hefur verið staðið við uppbyggingu leikskóla og borginni er haldið í heimatilbúnum lóðaskorti sem leiðir til fasteignaverðs í hæstu hæðum.
Í fjórða lagi bendir ekkert annað til þess en að borgarstjóri ætli sér að halda völdum með einhverjum útfærslum að nýjum viðreistum meirihluta eins og í kosningunum 2014 og 2018.

Ég sé því ekki fyrir mér að nokkuð breytist á næsta kjörtímabili.
Ég met það svo að gagnrýni mín á rekstur borgarinnar með tillögum til úrbóta fái ekki hljómgrunn að kosningum loknum.

- Auglýsing -

Með hlýjum vorkveðjum “

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -