„Eru þeir hjá Strætó að missa vitið,“ spyr Vigdís Hauksdóttir á Facebook og birtir mynd af vagni Strætó sem er prýddur auglýsingu frá Ljósmæðrafélagi Íslands.
Í færslu sinni spyr hún einnig hver tilgangurinn með auglýsingunni sé og bendir á að nekt sé viðkvæm hjá mörgum hópum.
„Nekt er mjög viðkvæm hjá mörgum hópum í samfélaginu – og þetta blasir við börnum sem nota Strætó sem eiga að vera framtíðar kúnnar borgarlínu,“ skrifar Vigdís einnig.
Færsluna hennar má sjá hér fyrir neðan.
Þess má geta að Ljósmæðrafélag Íslands keypti auglýsinguna á rafvagn Strætó og hefur vagninn með auglýsingunni verið á götum borgarinnar frá 24. júní.