Vigdís Hauksdóttir kom sér vel fyrir heima í stofu á fjarfundi Borgarstjórnarinnar sem sýndur er núna í beinni á vef Reykjavíkurborgar. Þar hefur hún hefur hún stillt bakgrunni fjarfundarbúnaðarins þannig upp að hún virðist standa á grasblettinum milli Höfða og Borgartúns og það glittir í alskýjaða Esjuna og Kollafjörðinn.
Á tímum COVID-19 hefur færst í aukana að fólk noti fjarfundarbúnað á borð við Teams og svo heppileg vill til að fólk getur falið draslið á skrifstofunni með því að setja upp skemmtilega bakgrunna eins og Vigdís gerir listilega á fundinum sem nú fer fram.
Á fundinum er nú rætt um aðgerðir til viðspyrnu hjá Borginni vegna COVID-19.