Föstudagur 27. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Vignir Vatnar er nýjasti stórmeistari Íslands í skák

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ísland hefur eignast nýjan stórmeistara í skák!

Varð Vign­ir Vatn­ar Stef­áns­son í dag sextándi stór­meist­ari okkar Íslend­inga í skák frá upp­hafi, er hann vann loka­skák­ina á Arandjelovac-mót­inu sem fram fór í Serbíu.

Í loka­skák­inni hafði hinn tvítugi Vign­ir Vatn­ar bet­ur gegn Grikkjanum Dimitris Al­exak­is með svörtu.

Þegar upp var staðið fékk Vignir Vatnar sjö vinn­inga á mót­inu af níu mögu­leg­um; árang­ur hans sam­svaraði 2608 skák­stig­um.

Vignir Vatnar bíður þess nú að verða form­lega út­nefnd­ur stór­meist­ari; en alls tóku 48 skák­menn frá 13 lönd­um þátt í mót­inu í Serbíu; 13 stór­meist­ar­ar.

Stórkostlegur árangur og Mannlíf óskar Vigni Vatnari innilega til hamingju með áfangann stóra.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -