Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Vika í dag síðan innrás Rússa hófst á Úkraínu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í dag er vika frá því að innrás Rússa hófst á Úkraínu. Rétt í þessu voru fréttir að berast að því að Rússar hefðu náð „fullri stjórn“ yfir hafnarborginni Kherson í suðurhluta landsins. Þetta er stærsta svæði innan Úkraínu sem hefur fallið frá því að innrásin hófst.

Stanslausar skotárásir eru í borgum við Svartahafsströndina og í Mariupol. Vöruðu úkranískir embættismenn við því í morgun að Rússar séu einna helst að einblína á borgaralega innviði.

Kyiv sem er enn undir stjórn Úkraínu, þó árásir haldi stöðugt áfram.

Í dag er rúmlega 60 km löng bílalest rússneskra hermanna 30 km frá miðbænum. Stórar skotárásir voru í morgun á borgirnar Kharkiv og Chernihiv og hátt í milljón manns hefur flúið Úkraínu síðan innrásin hófst. Helmingur þeirra er í Póllandi, en Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna sagði að önnur milljón væri á vergangi innan Úkraínu.

Rússneski utanríkisráðherrann sagði í morgun Sergei Lavrov líkti Bandaríkjunum við Hitler og Napóleon þar sem hann sakaði Vesturlönd um að einblína einungis að kjarnorkumálunum.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -