Laugardagur 23. nóvember, 2024
-6.2 C
Reykjavik

„Viku fyrir fráfall sitt birti hann mynd af dóttur sinni í Kringlunni að drekka kakó“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Það versta við að vera virkur alkóhólisti var að ég gerði ítrekað á hlut annara og var full meðvitaður um það. Skömmin yfir gjörðum mínum, afneitunin og siðblindan, allt hringlandi í veiku sinni fíkilsins sem loksins kom að vegg sem ekki var hægt að ljúga sig undir, yfir eða kringum. Uppgjöfin var algjör.“

Svo hefst pistill eftir afthafnamanninn Björn Steinbekk sem birtist á Facebook-síðunni Það er von. Björn segir að síðustu vikur hafi verið mjög erfiðar meðal þeirra sem berjast við fíkn eða geðræn vandamál. Því minnir hann á mikilvægi þess að hugsa um sína nánustu.

„Síðustu vikur hef ég séð fólk falla frá vegna fíkni og geðsjúkdóma. Fólk sem hefur orðið á vegi mínum í gegnum líf mitt án áfengis. Einn af þeim var maður sem mér þótti gríðarlega vænt um. Viku fyrir fráfall sitt birti hann mynd af dóttur dóttur sinni sem hann sá ekki sólina fyrir, í Kringlunni að drekka kakó en var svo farinn viku síðar. Ég hef verið í þessari örvæntingu og sársauka eftir að ég varð edrú en baklandið og sú staðreynd að ég hef aldrei skammast mín fyrir að eiga við andleg veikindi hefur bjargað mér,“ segir Björn.

Hann segir að rétt viðbrögð geti bjargað lífum: „Verum til staðar fyrir þau sem líður illa, þurfa knús, athygli og hjálp, sér í lagi á þessum tíma þar sem álagið, myrkrið og hið veraldlega kalla fram kvíða, þungan huga og örvæntingu. Það er von.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -