Laugardagur 11. janúar, 2025
4.8 C
Reykjavik

Vilborg Dagbjartsdóttir er látin – Skáld, riddarakrosshafi og baráttukona fyrir kvenfrelsi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vil­borg Dag­bjarts­dótt­ir, skáld­kona og kenn­ari, lést á líkn­ar­deild Land­spít­al­ans, hinn 16. sept­em­ber síðastliðinn, 91 árs að aldri.

Vilborg var iðin með pennann um ævina en hún sendi frá sér fjöla ljóða og barnabóka og þýddi að auki nálægt fimmtíu barna og unglingabækur og ritstýrði bókum. Þá hafa komið út tvær ævisögur Vilborgar en þær heita Mynd af konu, eftir Kristínu Marju Baldursdóttur, gefin út árið 2000 og Úr þagnarhyl, eftir Þorleif Hauksson en hún kom út árið 2011.

Vilborg var á sínum tíma formaður Rithöfundafélags Íslands, sat í stjórn Stéttarfélags íslenskra barnakennara, Rithöfundasambands Íslands sem og í Menningar og friðarsamtaka íslenskra kvenna. Hún tók þátt í að undirbúa fyrstu Keflavíkurgönguna árið 1960 og starfaði með Hernámsandstæðingum. Síðar var hún einn af stofnendum Herstöðvaandstæðinga og einn af brautryðjendum Nýju kvenfrelsishreyfingarinnar og þá átti hún þátt í stofnun Rauðsokkahreyfingarinnar 1970.

Hún var heiðurslaunahafi Alþingis til listamanna og heiðursfélagi Rithöfundasambands Ísland frá 1998. Þá var Vilborg sæmd riddarakrossi íslensku fálkaorðunnar fyrir fræðslu og ritstörf árið 2000.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -