Föstudagur 22. nóvember, 2024
-3.7 C
Reykjavik

Vilja 80 milljónir fyrir rottumítlahús á Laugavegi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eigandi hins meinta rottumítlahúss við Laugaveg fer fram á nærri 80 milljónir fyrir eign sína. Húsið er 167 fermetrar að stærð og í því má finna tvær íbúðir auk bílskúrs. Húsið stendur á eignarlóð.

Árið 2017 þurftu íbúar hússins að flýja heimili sitt vegna rottumítla en þá voru fjórar leigueiningar í húsinu sem nú er til sölu. DV ræddi þá við fjölskyldu sem flýja þurfti úr húsinu en þá tapaði hún öllum veraldlegum eigum sínum sem eftir urðu í húsinu. „Ég er bara skjálfandi á beinunum. Mér líður hræðilega. Þetta er algjör viðbjóður,“ sagði Inga Rós Sigurðardóttir sem endaði á götunni ásamt, kærasta sínum, Sæmundi Heiðari Emilssyni.

Ástæðan fyrir því að Inga og Sæmundur þurftu þá að yfirgefa heimili sitt var sögð sú að rottumítlar lögðu undir sig heimili þeirra, við Laugaveg 157 í miðbænum. Íbúðin var talin heilsuspillandi og óíbúðarhæf. Fjölskyldan var þá öll útbitin eftir rottumítlana sem geta fylgt rottum og nærast á blóði. Rottumítlar, stundum kallaðir rottulús, geta smitað fólk af sjúkdómum og áttu þátt í því að milljónir manna létust úr svarta dauða fyrir margt löngu.

Húsið er nú til sölu. Það er bárujárnsklætt timburhús, hæð og ris á steyptum kjallara með steyptum bílskúr. Ef þú hefur áhuga á því að kaupa eignina getur þú fengið nánari upplýsingar hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -