Miðvikudagur 8. janúar, 2025
-9.2 C
Reykjavik

Vilja 800 milljónir fyrir þakíbúð í New York

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stjörnuhjónin Justin Timberlake og Jessica Biel eru búin að setja þakíbúð sína í hverfinu Soho í New York á sölu. Hjónin vilja tæplega átta milljónir dollara fyrir íbúðina, eða tæplega átta hundruð milljónir króna. Íbúðina keyptu þau árið 2010 á 650 milljónir króna.

Here we come!! And DAMN, my wife is hot! #TIMESUP #whywewearblack

A post shared by Justin Timberlake (@justintimberlake) on

Íbúðin er öll hin glæsilegasta og búin þremur svefnherbergjum og þremur baðherbergjum. Útsýnið úr íbúðinni er óviðjafnanlegt og vel hægt að sitja þar dægrin löng og dást að New York-borg.

Björt og falleg íbúð.

Íbúðin er 240 fermetrar að stærð og mjög hátt til lofts. Í íbúðinni er einnig arinn og sérstakur viðarpanell sem hentar vel til að hengja listaverk á svo þau njóti sín. Þá er einnig sérstök víngeymsla í íbúðinni og hiti í gólfum í baðherberginu sem fylgir hjónaherberginu.

Stílhreint baðherbergi.

Mikil þjónusta er í byggingunni, en þar er opin móttaka allan sólarhringinn, sameiginlegur garður og líkamsræktarstöð.

Ár er síðan hjónin fluttu sig í stærri þakíbúð í gamalli verksmiðju sem var breytt í lúxushúsnæði. Þá íbúð keyptu þau á tuttugu milljónir dollara, eða um tvo milljarða króna. Sagan segir að aðrar stjörnur hafi einnig fest kaup á íbúðum í húsnæðinu, svo sem leikkonan Jennifer Lawrence og hjónin Blake Lively og Ryan Reynolds.

Einfaldur eldhússkrókur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -