Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Vilja að „íslensk lopapeysa“ verði verndað afurðarheiti

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hópur í Handprjónasambandi Íslands telja að „íslensk lopapeysa“ ætti að vera verndað afurðarheiti til að koma í veg fyrir að neytendur kaupi eftirlíkingar óafvitandi.

 

Framleiðendahópur á handprjónuðum og hefðbundnum lopapeysum úr íslenskri ull hefur sótt um vernd fyrir afurðarheitið íslensk lopapeysa. Forsvarsaðilli umsóknarinnar er Handprjónasamband Íslands. Þetta kemur fram á vef MAST.

Í umsókn Handprjónasambands Íslands kemur fram að á undanförnum árum hefur sala og eftirspurn á íslenskum lopapeysum aukist verulega og því sé mikilvægt að tryggja rekjanleika þeirra peysa sem eru seldar sem „íslenskar lopapeysur“. Þá sé mikilvægt að það sé hægt að ganga úr skugga um að peysan sé raunverulega prjónuð úr íslenskum lopa og að hún sé handprjónuð á Íslandi.

„Aukin erlend framleiðsla á „lopapeysum“ úr erlendir ull/gerviefnum þar sem líkt er eftir formi og hefðbundnum lopapeysumynstrum knýr einnig á um að kaupendur hafi möguleika til að gera á milli „íslenskrar lopapeysu“ og eftirlíkinga,“ segir í umsókninni.

Í umsókninni eru þá talin upp nokkur atriði sem gera lopapeysu að hefðbundinni íslenskri lopapeysu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -