Mánudagur 25. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Vilja hafa af láglaunafólki 288 þúsund krónur – „Verður mætt af hörku sem ekki hefur áður sést“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Samkvæmt lífskjarasamningnum svokallaða eiga félagsmenn VR að hljóta almenna launahækkun upp á 15.750 krónur frá næstu áramótum. Það gera nærri 190 þúsund krónur á ári sem atvinnurekendur vilja því sleppa við að greiða launafólki sínu. Lægstu taxtar hækka hins vegar enn frekar eða því sem nemur 24 þúsundum á mánuði frá áramótum. Það þýðir að atvinnurekendur vilja sleppa því að borga sínum lægstlaunuðu 288 þúsund á ári.Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, er afar ósáttur við fullyrðingar þess efnis að ekki sé innistæða fyrir launahækkunum kjarasamninga um áramótin. Hann segir málflutninginn einfaldlega óboðlegan.

Málflutningurinn sem hér um ræðir eru skrif Þorsteins Víglundssonar, forstjóra Eignarhaldsfélagsins Hornsteins, í Fréttablaðið. Þar segir hann forsendur kjarasamninga brostnar enda ráði atvinnulífið ekki við þær launahækkanir sem samið hefur verið um vegna Covid-kreppunnar. Þorsteinn segir innistæðulausar launahækkanir aðeins auka atvinnuleysi og verðbólgu. Áhyggjuefni sé að við þessar kringumstæður virðist forysta verkalýðshreyfingarinnar ætla að stinga höfðinu í sandinn að mati ráðherrans fyrrverandi.

mörg fyrirtæki eru með metafkomu

 

Ragnar Þór bendir á að Þorsteinn er fyrrverandi framkvæmdastjóri SA og reki í dag BM Vallá samsteypuna sem skili líklega metafkomu í kórónuveirufaraldinum. „Þessi málflutningur er algjörlega óboðlegur, sérstaklega komandi úr þeirri átt að þarna talar stjórnandi öflugrar fyrirtækjasamsteypu. Ég reikna með því að hans fyrirtæki, önnur fyrirtæki í byggingageiranum og verslanir almennt séu að skila metafkomu. Þau hafa því sannarlega burði til að standa undir þessumhækkunum,“ segir Ragnar Þór.
Ragnar viðurkennir að á verkalýðshreyfinguna hafi undanfarið verið mikill þrýstingur frá atvinnurekendum að falla frá launahækkunum um áramótin. Hann segir það kýrskírt að svo verði alls ekki gert. „Það gengur ekki öllum fyrirtækjum vel en mörg fyrirtæki eru með metafkomu. Þó svo að sum stærri fyrirtækja séu kannski að skila minni hagnaði eru þau sannarlega ekki rekin með tapi. Menn eiga ekki að fara af límingunum þó að svo sé því afkoma fyrirtækja getur sveiflast og þetta bitnar ekki á ferðaþjónustufyrirtækjunum núna því þau eru flest ekki með starfsfólk á launaskrá,“ bendir Ragnar Þór á og bætir við:

„Við erum að eiga við gríðarlega erfitt ástand í samfélaginu. Við skulum ekki gleyma því að hér hefur verið lækkun vísitölu og veiking á gengi. Verðlagshækkanir hafa verið gríðarlegar hjá birgjum og verslunum. Þá má heldur ekki gleyma því að þegar lífskjarasamningurinn var gerður hlífðum við atvinnulífinu vegna þeirra aðstæðna sem uppi voru eftir fall WOW. Þær hækkanir sem eiga að koma inn núna eru til að vinna upp þá eftirgjöf.“

Ragnar Þór er því sannfærður um að innistæða sér fyrir launahækkunum í þjóðfélaginu. Ekki sé einungis fyrir þeim innistæða heldur séu þær einfaldlega lífsnauðsynlegar á þessum tímapunkti. „Þessi hækkun verður ekki gefin eftir, ekki króna. Það get ég sagt strax. Ef atvinnulífið ætlar að fara í enn eitt stríðið gagnvart verkalífshreyfingunni þá mun ekki standa á okkur að taka mjög harkalega á móti. Það verður gert af hörku sem hefur ekki sést hér áður. Það get ég sannfært ykkur um,“ segir Ragnar Þór og bætir því við að honum finnist það algjört glapræði að farið verði í átök á vinnumarkaði í kórónuveirufaraldrinum. „Hjá okkur er engin stemning að fara í átök á þessum tímapunkti því átökum og óvissu fylgir ákveðin stöðnun. Hér mun allt fara í áður óþekkt frost ef við missum kjarasamninga úr höndunum. Ábyrgð atvinnulífsins er því mjög mikil á því hvernig þeir tala, sérstaklega þegar ummæli eins og þessi standast ekki nokkra skoðun.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -