Innan úr röðum stuðningsmanna Guðlaugs Þórs Þórðarsonar er hávær krafa um að ríkisstjórnarsamstarfinu verði slitið. Margir þeirra líta þannig ríkisstjórnin sé kyrrstöðustjórn og samstarfið við Vinstri-græna ómögulegt þar sem engu sé hægt að breyta. Öll framfaramál séu dauðadæmd og þjóðin sigli sofandi að þeim feigðarósi sem það felur í sér. Þeir róttækustu vila að Guðlaugur Þór lýsi því yfir á væntanlegum landsfundi að hann vilji róttækar breytingar og rjúfa þannig kyrrstöðuna. Það kemur í ljós um helgina hvort áskorandinn stígur það skref og skekur þjóðarskútuna duglega …