Þriðjudagur 24. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Vilja klára alla samninga fyrir mánaðarmót

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Icelandair vinnur að því að klára samninga við lánardrottna, stjórnvöld og Boeing fyrir næstu mánaðamót. Framkvæmdastjóri fjármálasviðs Icelandair segir viðræður við umrædda aðila ganga vel.

Icelandair stefnir að því að klára samninga við fimmtán lánardrottna, stjórnvöld og flugvélaframleiðandann Boeing fyrir næstu mánaðamót áður en farið verður í hlutafjárútboð í ágúst, að þvi er fram kemur í Fréttablaðinu í dag. Þar kemur fram að félagið vilji semja við lánardrottna um lækkun afborgana og það eigi í viðræðum við stjórnvöld um skilmála lánalínu til þrautavara.

Eva Sóley Guðbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Icelandair, segir í samtali við Fréttablaðið segir að viðræðurnar séu flestar komnar vel á veg og félagið sé bjartsýnt á að samningar náist. „Samhliða því erum við að ræða við ríkið um lánaskilmála vegna lánalínu til þrautavara, sem félagið gæti nýtt ef rekstrarskilyrði flugfélaga verða mjög erfið til lengri tíma og fjármagnið úr hlutafjárútboðinu dugar ekki til,“ segir hún.

Viðræður Icelandair við Boeing snúast að hennar sögn annars vegar um að Boeing greiði Icelandair frekari bætur vegna kyrrsetningar MAX-vélanna og hins vegar um framtíðarafhendingar á þeim tíu MAX flugvélum sem félagið á eftir að fá afhentar. Segir Eva að félagið hafi til skoðunar að fara sömu leið og Norwegian sem hefur stefnt Boeing vegna málsins. „Við erum að meta næstu skref gagnvart Boeing og teljum mikilvægt að draga eins mikið og hægt er úr óvissu hvað þetta varðar í aðdraganda hlutafjárútboðsins“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -