Stjórnendur Icelandair Group skoða nú hvort að fyrirtækið geti komist undan kaupskyldu á Boeing 737-MAX flugvélunum sem það hafði pantað hjá Boeing.
Samningar Icelandair við Boeing eru sagðir tryggja að félaginu sé ekki skylt að taka við þremur vélum sem átti að afhenta á fyrsta ársfjórðungi í fyrra, en fyrirtækið hafði þegar veitt sex slíkum vélum viðtöku og hafa þær verið kyrrsetta frá því í mars á síðasta ári.
Þetta kemur fram í Morgunblaðinu þar sem segir jafnframt að stjórnendur Icelandair álíti sig geta slitið samkomulagi um að veita viðtöku sjö MAX vélum sem til stóð að afhenda í ár og á næsta ári. Fram kemur í fréttinni að þeir telji vænlegra að nota áfram vélar af gerðinni Boeing 757-200.