Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Vilja loka vinsælum svæðum vegna ágangs ferðamanna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Landeigendur í Reykjahlíð í Skútustaðahreppi hafa óskað eftir lokun svæða við Hveri, Leirhnjúk og víti við Kröflu vegna álags af völdum ferðamanna.

Umhverfisstofnun hefur beiðni langdeigenda til skoðunar en stofnunin synjaði sambærilegri ósk í fyrra. Á vef Umhverfisstofnunar segir að óskað verði efir umsögnum og samráði varðandi takmörkun og hafa hlutaðeigandi frest til morguns til að svara.

Stofnunin hefur þegar gert úttekt á svæðunum og liggur fyrir að álag er mikið og innviðir hafa látið á sjá. Er það mat landvarða að hægt sé að bregðast við með aðgerðum.

Umhverfisstofnun hefur heimild til að  takmarka aðgang að eða loka svæði tímabundið fyrir ferðamönnum og skal samráð haft við sveitarfélög og/eða landeigendur, fulltrúa ferðaþjónustu og útisvistarfólks.  Takmörkunin eða lokunin skal ekki standa lengur en í tvær vikur en heimilt er að framlengja hana ef nauðsyn krefur, þá að fenginni staðfestingu ráðherra.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -