Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Vill að lögin séu skýr: „Ég átta mig satt best að segja ekki hvar sú víg­lína ligg­ur í þing­inu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Rík­is­stjórn­in þarf að koma sér sam­an um end­ur­bæt­ur á áfeng­is­lög­um sem all­ir geta sam­ein­ast um. Ef þingið aðhefst ekki þá byrj­ar að molna und­an lög­gjöf­inni, seg­ir Hanna Katrín Friðriks­son, sem er formaður þing­flokks Viðreisn­ar, í spjalli við mbl.is.

Það hef­ur vakið gremju hjá for­svars­mönn­um ÁTVR að stórverslunin Hag­kaup hyggst hefja net­versl­un á áfengi strax í næsta mánuði.

„Sú staða sem er upp núna, að hug­mynda­ríkt og fram­taks­samt fólk nýti sér glufu í lög­un­um – eins og ég skil þetta – hún er ekki góð. Það er ekki gott held­ur að fylgj­ast með ein­staka ráðherr­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar kýta um túlk­un nú­gild­andi lög­gjaf­ar í fjöl­miðlum. Það lýs­ir ann­ars veg­ar kæru­leysi þessa stjórn­ar­sam­starf en líka ákveðinni hræðslu og getu­leysi við að fara ofan í þessa lög­gjöf og gera breyt­ing­ar sem við get­um öll sam­ein­ast um,“ sagði Hanna sem tel­ur að sú staða sem sé komin upp nú sýni fram á nauðsyn þess að farið verði rækilega ofan í kjöl­inn á lög­un­u; þau bætt til að eyða óvissu um túlk­un þeirra.

„Ég held að það að hafa ekki haft þor til þess að tak­ast á við þessa breyttu tíma og auknu kröf­ur, aðgengi er­lend­is frá, geti haft það í för með sér að það molni und­an lög­gjöf­inni. Það er auðvitað vont. Ef að þingið tek­ur ekki á þessu máli og fer ofan í lög­gjöf­ina þá sé ég ekki bet­ur en að sú veg­ferð sé að minnsta kosti haf­in.“

Hanna tel­ur meiri­hluta fyr­ir því í þing­inu að skoða lög­gjöf­ina; sér­stak­lega í ljósi þess að ágrein­ing­ur rík­ir á meðal margra varðandi túlk­un lag­anna.

„Mér kem­ur á óvart þegar þetta er rætt hve marg­ir fara í bar­átt­una um rík­isein­ok­un eða ekki, eins og þar liggi víg­lína frek­ar en aðgeng­is­mál og for­varn­ir. Ég átta mig satt best að segja ekki hvar sú víg­lína ligg­ur í þing­inu. Orðræðan er stund­um þannig að svo lengi sem það er rík­isein­ok­un í sölu áfeng­is þá má opna eins mörg úti­bú og hver vill, það má hafa opn­un­ar­tíma eins og mönn­um sýn­ist og svo fram­veg­is,“ seg­ir Hanna sem telur einnig skipta máli að það ríki hér álandi lög­gjöf sem almenningur skilji og fyr­ir­tæki geti fylgt eft­ir; hvað hana varðar þá megi rík­isein­ok­un­in alveg hverfa á braut og; vill Hanna gefa fólki og fyr­ir­tækj­um færi á að vera með eig­in versl­an­ir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -