Með breytingu á lögum um útlendinga er tóku gildi í haust varð hópur fólks er neitað hefur verið um alþjóðlega vernd en eigi er hægt að vísa úr landi, alveg réttindalaus.
Rauði krossinn hefur sinnt þessum réttindalausa hópi; rekur fyrir hann gistiskýli, en hópurinn er eigi stór; tíu til fimmtán manns og hefur eigi stækkað síðan Rauði krossinn tók við þjónustunni.
Samningur íslenska ríkisins við Rauða krossinn hefur verið framlengdur einu sinni; Rauði krossinn hefur lagt það til við ráðuneytið að þjónustunni verði nú fundinn annar farvegur.
Kristín S. Hjálmtýsdóttir, sem er framkvæmdastjóri Rauða krossins, telur tímabært að þrýsta á stjórnvöld um langtímalausn; Rauði krossinn hafi á sínum tíma samþykkt að taka þjónustuna að sér og stjórnvöld hafi haft alveg heilt ár til að finna málinu annan farveg; sagði þetta í samtali við RÚV:
„Það ekki varanleg lausn að Rauði krossinn reki úrræði fyrir þjónustusvipta einstaklinga. Það er á höndum ríkisins að sjá um það. Næsti fundur um málið verður í lok næstu viku og þá munum við fara yfir stöðuna. Það sem við hjá Rauða krossinum höfum lagt áherslu á er að það þarf að tryggja að það verði ekki þjónusturof fyrir hópinn, að þau endi ekki á götunni, að það verði ekki þjónusturof, að þau lendi ekki á götunni frá og með ágústlokum og ég veit að stjórnvöld eru á sama máli og við.“