Laugardagur 4. janúar, 2025
-6.2 C
Reykjavik

Vill breyta ferðaþjónustunni á Covid-tímum – frekar ferðafólk til langdvalar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rithöfundurinn Andri Snær Magnason telur það mun skynsamlegra á Covid-tímum að laða frekar til landsins ferðamenn sem kjósi að dvelja hér frekar til lengri tíma heldur en til skammrar dvalar. Hann segir að faraldurinn hafi einfaldlega breytt öllum leikreglum og að ekki gangi lengur að viðhalda gamla módelinu.

Ein af nýjungunum sem Andri Snær boðar er að hugsa ferðaþjónustuna upp á nýtt fyrir næstu misseri. „Núna er staðan sú að uppi eru allt aðrar þarfir í heiminum og þar af leiðandi allt önnur tækifæri. Tíu þúsund manns sem eru hér í ár er jafn mikil viðvera og 500.000 ferðamenn sem dvelja í viku. Frekar en að stefna að hundrað þúsund manns sem koma í vikudvöl væri áhugavert að sjá hvort einhverjar þúsundir væru til í að dvelja til lengri eða skemmri tíma og taka vinnuna með sér,“ segir Andri Snær. 

Liður í því væri jafnvel að koma upp alþjóðlegum skóla sem gæti jafnvel höfðað til tugmilljóna manna að mati Andra Snæs. „Tugmilljónir manna beggja vegna atlantsála geta vart hugsað sér að fara gegnum skólalausan vetur með innilokuð börn og alla vinnuna á bakinu sömuleiðis. Sumir munu hreinlega bugast andlega og því væri veirufrítt land hrein lífsbjörg fyrir marga. Tíu daga eða tveggja vikna sóttkví myndi spilla hefðbundnum vikuferðum en myndi engu skipta fyrir fólk sem kæmi til lengri dvalar.“

Hugmyndina um breyttar áherslur í ferðaþjónustunni í faraldrinum segir Andri Snær að hafi verið frásögn af fólki sem hingað hefur komið undanfarið og tekið starfs sitt með sér. „Þetta gæti orðið afar áhugaverður veruleiki og eflaust yrðu til óteljandi óvænt tengsl, sambönd og tækifæri sem væru langtum mikilvægari en að streitast við að halda í gamla módelið. Ég sá frétt um forstjóra sem flutti til landsins en þetta þurfa ekki að vera auðmenn. Ég hitti konu um daginn sem flutti fjölskylduna hingað frá Bandaríkjunum af sömu ástæðu, venjulegt fólk sem tekur starfið með sér,“ segir Andri Snær. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -