Umboðsmaður Alþingis getur ekki gert athugasemd við ákvörðun sveitarfélags þess efnis að banna reykingar íbúa á hjúkrunarheimili; en að hafa þurfi í huga að herbergi séu heimili fólks, en þetta kom fram á RÚV.
Í áliti umboðsmanns segir að íbúi á ónefndu hjúkrunarheimili hafi lagt fram kvörtun yfir því að mega ekki reykja inni á herbergi sínu. Byggði viðkomandi kvörtun sína á því að í lögum um tóbaksvarnir kæmi fram að íbúðarherbergi heimilisfólks á hjúkrunar- og dvalarheimilum væru undanþegin banni við reykingum.
Sveitarfélagið, sem er ekki nefnt á nafn, byggði reykingabannið hins vegar á rétti starfsfólks til reyklauss umhverfis; að starfsfólk þyrfti að sinna daglegri þjónustu inni á herbergjum íbúa.
Í álitinu segir Umboðsmaður einnig að ekki megi gleyma því að herbergi á hjúkrunarheimilum væru heimili íbúa; en samkvæmt kröfulýsingu um rekstur hjúkrunarheimila ætti að búa íbúum notalegt heimili þar sem mannréttindi og mannúð og virðing séu í heiðri höfð.
Umboðsmaður segir í lokin að reykingabannið grundvallist af því að reykingar á herbergjum spilli loftgæðum annarra; auk þess hafi verið gerðar ráðstafanir svo að heimilisfólk geti reykt í sérstakri aðstöðu á heimilinu.
Segir í blálokin að því hafi umboðsmaður ekki forsendur til að gera athugasemdir við bannið, en sveitarfélagið skuli þó hafa fyrrnefnd sjónarmið í huga.